Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 15
UPPRIFJUN ÚR HUNDRAÐ ÁRA SÖGU FORNLEIFAFÉLAGSINS
21
hafi verið taldir ábyrgir fyrir því að Árbók kæmi út. En Matthías var
löngu áður orðinn góður liðsmaður Árbókar, og satt að segja virðist
lítt trúlegt að hann hafi ekki haft hönd í bagga með henni alveg frá
því er hann varð forstöðumaður Forngripasafnsins 1908. Matthías
var í'itstjóri til 1942, en þá varð lengsta hléið í útgáfusögu ritsins,
þangað til Kristján Eldjárn, skrifari félagsins, tók við ritstjórninni
1948. Hefur hann annast það starf síðan.
Þegar litið er yfir sögu Fornleifafélagsins og Árbókar þess leynir
sér ekki hversu nátengt það hefur verið Þjóðminjasafninu (Forn-
gripasafninu) frá upphafi og fram á þennan dag. Sigurður Vigfús-
son var sjálfur forstöðumaður safnsins, og sú hefð hefur verið allt
frá hans dögum að starfsmenn þess hafa verið drýgstir um að sjá
bókinni fyrir efni. Má ef til vill segja að þetta liggi í hlutarins eðli.
Með vissum hætti er Árbók einnig árbók Þjóðminjasafnsins. Á tíma-
bili birtust í henni aðfangaskrár safnsins (sjá Árbók 1897—1912 og
1913—14) og síðan 1955 hefur safnið átt þar inni með árlegar starfs-
skýrslur sínar. Skýrslur og ritgerðir um allar fomleifarannsóknir
safnsins hafa verið birtar í ritinu. Þjóðminjasafnið hefur ætíð haft
afgreiðslu á hendi fyrir félagið og meðal annars sent út Árbók á ári
hverju, en það er talsvert mikil vinna, sem þakkarvert er að starfs-
menn safnsins inna af hendi. Það er eitt dæmi af fleiri um að menn
séu félaginu og Árbók innan handar án þess að þiggja sérstaka
greiðslu fyrir, taki það á sig sem einskonar þegnskyldu eða embættis-
fylgju að leggja fram vinnu til þess að Árbók megi lifa og vera sæmi-
lega úr garði gerð. Þannig hefur þetta löngum verið og er enn, til-
kostnaður við ritið er nánast enginn nema prentsmiðjukostnaður, og
á þessu hefur það lifað. Hætt er þó við að áður en langt um líður verði
að koma einhverjum sterkari fjárhagsstoðum undir félagið en hingað
til hefur verið. Þá er að taka því og reyna að finna lausn á, en annars
skal ekki fjölyrt frekar um þetta hér.
Frásagnarvert kann að þykja að Árbók hefur alla sína ævi verið
prentuð hjá sömu prentsmiðju, Isafoldarprentsmiðju. Mun slík sam-
búð tímarits og prentsmiðju allfágæt. Má ekki minna vera en að hér
sé þakkað langt og gott samstarf.
Stopular eru heimildir um upplag Árbókar frá ári til árs. Hér
verður látið nægja að stikla á því sem fyrir hendi er.
Á fulltrúafundi 15. nóv. 1887 var ákveðið að upplag Árbókar það
ár skyldi vera jafnstórt og myndir af Bergþórshvolsskyrinu, fengn-
ar frá Danmörku, voru margar, hérumbil 500 að tölu. Þetta er fyrsta
heimild um upplag Árbókar og grunar mann að vísu að það hafi ekki