Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Síða 20
26
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Sumarið 1977 hófust fornleifarannsóknir á Hrafnseyrareyrum á
svonefndum Grelaðartóttum eða „Grelutóttum“ sem eiga að vera
kenndar við Grelöðu Bjartmarsdóttur. Ég tel reyndar hugsanlegt, að
þessi nafngift sé ekki ýkja gömul, heldur búin til út frá frásögn Land-
námu, um eða eftir aldamótin. Til marks um það má geta þess, að
Sigurður Vigfússon sem kemur að Hrafnseyri árið 1882, beinlínis í
leit að söguminjum, minnist ekki einu orði á Grelutóttir. Hann
virðist greinilega álíta, að bærinn hafi staðið fyrir ofan bakkann
alla tíð, og virðist ekki vita af neinum rústum á eyrinni. Ólíklegt er
að heimamenn hefðu ekki greint honum frá þeini, ef rústirnar
hefðu þá verið þekktar (Sigurður Vigfússon, Árbók fornleifafélags-
ins 1883, bls. 38—41). 1 daglegu tali ganga rústirnar nú undir nafn-
inu Grelutóttir manna á meðal fyrir vestan. Þar af er komið heiti
þessarar greinar.
Rannsóknartímabilið 1977 var frá 21. júní—12. ágúst. Fyrir
rannsókninni stóðu Mjöll Snæsdóttir, Guðmundur Ólafsson og Krist-
ín Sigurðardóttir. Það sumar voru eftirfarandi húsarústir grafnar
upp: Skáli af víkingaaldargerð, viðbygging við hann, jarðhús og
smiðja.
Næsta sumar hélt undirritaður verkinu áfram, ásamt Ivari Giss-
urarsyni. Þær rannsóknir stóðu yfir frá 26. júní—10. ágúst, og leiddu
í ljós annað jarðhús og aðra smiðju. Auk þess voru þá gerðar ýmsar
smáathuganir og prufuholur til að huga að frekari byggð sem þarna
gæti leynst í kring.
1 eftirfarandi grein segir nánar frá þessum rannsóknum og niður-
stöðum þeirra.
Aðdragandi rannsókna
Grelutóttir eru miðsvæðis á flötum grundum, sem eru við ósa
Hrafnseyrarár, austan núverandi farvegs árinnar (1. mynd). Þessar
grundir, sem heita Hrafnseyrargrundir eða Hrafnseyrareyrar,
mynda eyri þá sem staðurinn dregur nafn sitt af. Allstórt svæði aust-
an við Grelutóttir var lagt undir nýrækt á árunum 1950—1960, og
nær túnið nú alveg upp að rústasvæðinu. Líkur eru á að einhverjar
rústir kunni að hafa lent undir nýræktina.
Þjóðminjavörður skoðaði staðinn 1973 og lét grafa skurð eftir
stærstu rústinni endilangri. Þá kom í ljós að langeldur var á miðju
gólfi og að þarna væri því um mj ög forna og forvitnilega rúst að ræða,
aðeins feti undir yfirborði jarðar. Friðlýsti þjóðminjavörður stað-
inn og er friðlýsingarskjalið undirritað 10.9.1973.