Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Side 22
28
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Rústasvæðið fyrir rannsókn
Áður en rannsókn hófst á Hrafnseyrargrundum var vitað um rúst
I, sem vel mátti greina í þýfðu landslaginu, rúst III, sem virtist vera
stór hoia eða jarðfall, rúst V, sem var laut, ósköp áþekk rúst III, og
rúst VII, sem var greinilegust allra rústanna, enda yngst. Um
aðrar rústir var ekki vitað.
Með því að stækka loftmynd af svæðinu var hægt að hafa mikið
gagn af henni við að finna fleiri rústir og fá betri heildarmynd af
því (2. mynd). Þannig fannst t.d. rúst VI sem var rannsökuð, og XI,
XII, XIV, XVII og XVIII, sem eru hugsanlegar rústir, en sjást ekki á
jörðu niðri og eru ekki rannsakaðar. Á loftmyndinni má einnig sjá
línur, sem hugsanlegu gætu verið garðlög, IX, X, XIII, XV, XVI og
XIX.
Þverskurður, sem grafinn var í gegnum XIII, sýndi að þar voru
leifar af fornum garði, frá sama tíma og aðrar rústir. Prufuholur,
sem grafnar voru í XIV, XVI, og XVII, gáfu ekkert til kynna, sem
benti til mannvirkja, en hinsvegar kom í Ijós veggur að rúst VIII í
þverskurði. Þetta sýnir, að góðar loftmyndir eru nauðsynleg hjálpar-
gögn, þó að auðvitað verði að taka þær með vissum fyrirvara.
Inn á glæruna yfir 2. mynd eru teiknaðar grófar útlínur þekktra
húsa (I—VII) og annarra hugsanlegra mannvirkja (VIII—XIX),
sem ekki hafa verið rannsökuð. En eins og aðstæðum er nú háttað eru
frekari rannsóknir miklum erfiðleikum bundnar. Sennilega þyrfti
að rista ofan af stórum hluta af svæðinu, og er þó vandséð hvort
einhver árangur næðist af því.
Ef til vill gæti myndataka úr lofti með infrarauðri filmu gefið
gleggri mynd af svæðinu.
Leit að veggjum
Þegar verið er að grafa upp leifar af gömlum byggingum, er það
auðvitað mikilvægt að finna veggina, svo að hægt sé að segja til um
útlit hússins, lengd þess og breidd, og þykkt veggja. Þegar um torfhús
er að ræða eins og hér á landi, eru eftirfarandi aðferðir algeng-
astar við að finna veggjaleifar.
Grjótvegrrir. Ef veggir voru enn uppistandandi, þegar húsið var
yfirgefið, varðveitast oft hlutar af veggjum, sem hlaðnir voru úr
grjóti, sérstaklega þegar jarðvegsmyndun hefur verið ör og fyllt
rústina, Þó að slíkir veggir hrynji kannski og skekkist með tíð og tíma,
aflagast þeir sjaldan svo mikið, að ekki sé hægt að sjá upphaflega