Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Qupperneq 24
30
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
legu þeirra, jafnvel endurreisa veggina og finna þannig út upphaflega
hæð þeirra, ef vel tekst til. Oft hafa undirstöður veggja verið hlaðn-
ar úr grjóti, þó að þeir séu að öðru leyti hlaðnir úr torfi. Þesskonar
hleðslum er auðvelt að fylgja.
Torfveggir. Þeir eru erfiðari viðfangs. Þeirra bíða þau örlög að
síga saman með aldrinum og fletjast út. Þannig sýnast torfur í forn-
um veggjum oft ekki vera meira en 1—2 sm á þykkt. Mjög oft er að
finna gjóskulög í torfveggjum, sem verið hafa í grasrótinni, þegar
torfið var rist. Þessi gjóskulög hafa mörg verið greind af jarð-
fræðingum og gefa okkur þær mikilvægu upplýsingar, að húsið hafi
verið rtist eftir að viðkomandi aska féll til jarðar. Þessi aldursgrein-
ingaraðferð er ákaflega mikilvæg hér á landi, og að mínu áliti oft
haldbetri og áreiðanlegri en t.d. kol-14 aldursgreiningin.
Ósýnilegir veggir. Hvað skal þá til ráða, þegar öll framangreind
atriði vantar? Ekki ein einasta steinvala í veggjum húss, veggir að
mestu horfnir. Engin gjóskulög fyrir hendi, og torfið skorið til
veggjageroar í grennd við bæjarstæðið og alveg samlitt jarðveginum
í kring. Slíkt kemur stundum fyrir, og þannig var það á Eyri.
Þá er notuð sú aðferð að reyna að fylgja gólflaginu þar til það
tekur enda. Þetta þarf e.t.v að útskýra nánar.
Ef við hugsum okkur landið ósnortið um 800, þá er jarðlagaskip-
anin á Eyri eftirfarandi: a) sjávarmöl, b) ljós fokmold, c) grasrót.
Um 900 er landið numið og hús reist, efniviðurinn er fenginn úr
grasrótinni c, og ijósleita moldarlaginu b. Með tilkomu manna byrja
að myndast mannvistarlög eins og t.d. d, viðarkolaaska frá eldstæð-
inu. Hún dreifist um allt gólfið, og einnig berst hún út fyrir húisiðv,
en kemsl elcki inn í veggina. Um 1000 er bærinn farinn í eyði. Þakið
er tekið niður, innviðir allir fjarlægðir. Veggirnir fara að gefa sig,
enda búnir að standa lengi. Torfið úr veggjum og þaki fellur ofaní og
umhverfis rústina. Aldir líða, jarðvegsmyndun er lítil, en þó bætist
örlítil fokmold ofaná, gjóskulög eru engin. Veggimir eyðast og hverfa
að mestu. Aðeins neðsti hluti þeirra verður eftir. En þar eð mann-
vistarlögin ná ekki inn í veggjaleifarnar sjást veggirnir sem lítils
háttar litarbreyting í jarðveginum.
Skáli (Rúst I)
Af eftirfarandi greinargerðum eru lýsingar rústanna sem grafnar
voru upp fyrra sumarið að miklu leyti byggðar á skýrslu Mjallar