Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Qupperneq 26
32
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Innanmál skálans eru 13,40 m að leng’d, fyrir miðju er hann 5,40
m þar sem hann er breiðastur, í vesturhluta er breiddin 4,80 m og 4,0
m í austurenda, Með veggjum er skálinn 16 m að lengd. Þetta er
nokkuð minna en stærstu skálar sem við þekkjum, eins og t.d. Skalla-
kot sem er um 26 m að lengd að innanmáli.
Inngangur. Inngangur eða bæjardyr eru á suðurhlið skálans, rúma
2 m frá vesturenda og er þar op, um 2,30 m á breidd. Sitt hvoru megin
við þetta op ganga fram dyrakampar. Sá vestari skagar um 1,70 m
fram og er um 1,20 m þykkur næst veggnum, en þynnist fram. Innri
mörk þessa veggjar eru nokkuð skýr, ;n að utanverðu eru þau ákaf-
lega óljós. Það er því rétt að taka þau mörk með nokkurri varúð.
Eystri kampurinn skagar um 1 m framfyrir vegginn, er um 30 sm
fremst, en breikkar jafnt og þétt að utanverðu, þar til hann sam-
einast veggnum. Að innanverðu bungar hann örlítið út á við. Útlínur
þessa kamps komu mjög skýrt í ljós þegar hann var grafinn fram,
og fer útlit hans ekkert milli mála. Innsti hlutinn á innri brún
vesturkamps gengur 30 sm inn í innganginn. Þessi veggjarpartur er
50 sm breiður, og er hornið þar sem hann geng-ur út bogadregið. Frá-
gangur þessi virðist mér benda til einhvers konar dyraumbúnaáar.
Sjálfur er inngangurinn of breiður fyrir dyr og hlýtur að hafa verið
þiljaður. Hvar dyrnar hafa verið á þilinu er ekki hægt að segja með
vissu. Nokkrir flatir steinar vinstra megin í innganginum benda til
þess að þar hafi dyrnar getað verið, og þeim megin í inngangi var
einnig mestur kolasaili í gólfi,
Það mælir þó nokkuð á móti þessu að innan við þilið í anddyri er
gólfið hærra vinstra megin, en lækkar nokkuð þegar kemur fram
undir mitt þil og hægra megin inn af bæjardyrum. Hinsvegar er
auðveldara að sjá hvar inngangur hefur verið við ytri brún veggja-
kampanna. Utan við inngang hússins hefur verið hlaðin stétt úr stór-
um helium, flestum lábörðum, fengnum úr fjörunni. Eðlilegast er
að nefna slíka stétt hlað. Stærsta helluröðin liggur að innganginum
rniðjum, og virðast aðrar hellur mest vera til uppfyllingar kringum
hana. Þetta bendir til að þarna hafi dyrnar verið fyrir miðju og
þiljur beggja vegna. Þilið hefur staðið um 30 sm fyrir innan ystu
kampabrún. Um 20 sm inn af helluröðinni voru dálitlar timbur-
leifar, e. t .v. leifar af þröskuldi eða þili. Þessar leifar voru svo eyddar
að aðeins var hægt að greina viðinn sem litabrigði í moldinni. Þessi
tvö þil innan og framan við innganginn hafa myndað nokkurs konar
forstofu, eins og við skiljum það orð nú, en mun hafa verið nefnt
bæjardyr áður fyrr. Inn af bæjardyrum var anddyrið.