Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Síða 31
36
árbók: fornleifafélagsins
hliðunum hafa litlir flatir steinar verið reistir upp á rönd. Margir
flatir steinar og aðrir smásteinar eru inni í eldstæðinu Flötu stein-
arnir eru flestir sprungnir. I austurhluta eldstæðisins er stór steinn
úr einhvers konar flögubergi, um 1 m að lengd, 40 sm breiður og um
20 sm þykkur. Hann er mjög sprunginn og allur molnaður sundur.
Ekkert markvert var annars að sjá í eldstæðinu, engir hlutir, og bara
örlítið af sóti og brenndum beinum. Var það raunar furðanlega
snautt að öllurn eldsmerkjum, ef frá eru taldir sprungnu steinarnir.
Rétt utan við austurhluta eldstæðisins var lítil hola, full af kola-
mylsnu, 12 sm í þvermál, e. t. v. ætluð til að fela glóðina í, feluhola.
Set. Meðfram báðum langveggjum skálans hafa verið set. Þau eru
um 10—20 sm hærri en gólfið eða miöhluti hússins, en það er ekki
vegna þess að setin hafi verið hlaðin upp, heldur af því að gólfið
hefur verið grafið niður, eins og áður sagði. En hæðarmunurinn er
ekki mikill. Gólfskánin nær að setunum og inn undir setbrún, eins og
fram kemur á þverskurði E—F. Hér hafa því vafalaust verið tré-
bekkir yfir. Setið við suðurliliðina er 1,5 m breitt, en setið við norður-
hlið 1,8 m breitt. 1 austurenda skálans breikka setin allverulega, og er
breiddin var um 2,4 m. Þarna er einnig mestur hæðarmunur á gólfi
og seti, eða um 20 sm. Ætla má að pallur hafi verið fyrir enda skálans,
a. m. k. hluta hans. Við austurgaflinn, norðan við miðju, er grunn
hola, líklega soðhola, full af viðarkolum, ösku og brunnum beinum.
Iiún er 15 sm djúp og um 70 sm í þvermál, líkust skál í laginu, dýpst í
miðju, eins og sést á langskurði A—B. Á 50—60 sm breiðu belti,
sunnan við soðholuna, vantar gólflagið inn við gaflinn. Hér mun
eitthvað hafa staðið sem hamlaði því að gólfskán myndaðist. Ef til
vill var hér upphækkaður trépallur, þil eða eitthvað annað. Engar
minjar voru þar sem gátu gefið nánari vísbendingu um þetta.
StoGarholur. Tvær stoðaraðir hafa borið þak skálans, eins og al-
siða var. Ætla má að fimm stoðir að minnsta kosti hafi verið í hvorri
röð. Aðeins tókst að finna tvær stoðarholur úr þessum röðum, eina úr
hvorri. Þær eru sín hvorumegin við langeldinn, rúmlega 15 sm í þver-
mál og fremur grunnar, eða um 10 sm. Stoðirnar hafa staðið fram-
an við bekkina, og er bilið milli gagnstæðra stoða réttir 2 m. Hægra
megin við innganginn, við innri veggjarbrún, er einnig stoðarhola
og liggja litlir grjótfleygar að henni. Þessi hola (stoð) mun eiga við
þilið sem er við innganginn. Aðrar stoðir hafa annaðhvort staðið
beint á mölinni á gólfinu, eða á stoðarsteinum. Nokkrir steinar voru
þannig settir að þeir koma vel til greina sem stoðarsteinar. Má
ætla að slíkir steinar geti færst úr stað þegar stoðir eru teknar niður.