Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Qupperneq 35
40
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Inngangurinn í bakkúsiö er 2,40 m á breidd, og því líklegt að hann
hafi verið þiljaður að hluta, þó að þess sæjust engin merki.
Þverskurður G—H sker austurlanghlið eftir endilöngu á kafla, en
sneiðir jafnframt af austurbrún inngangsins, þannig að návæm
lögun hahs fæst ekki þeim megin.
Gólfslcán ko.khússins var fremur ógreinileg, og svipar mest til
setanna í skálanum að því leyti. Er tæplega hægt að tala um eigin-
lega gólfskán, þó að smá-litbrigði megi greina milli gólfsins og veggj-
anna. Mjög lítið var um viðarkol, aðeins smádreifar á stöku stað. I
austurhorninu vantar gólfið alveg á um 1,6 X 0,6 m svæði, en á þessu
svæði er einnig dálítið hrafl smásteina. Vera kann að þarna hafi
staðið eittlivert húsgagn, en það skal allt ósagt. Líklegt er að timbur-
gólf hafi verið í bakhúsinu.
Tvær grunnar holur voru við vesturvegg bakliússins, e. t. v. stoö-
arholur. önnur er í innganginum, rúmlega 20 sm innan við innbrún
vesturhliðarinnar, 15 sm í þvermál og 5 sm djúp. Hin er í NV-horni
bakhússins, 0,5 m frá V-vegg og 0,6 m frá N-vegg. Sú hola er 10 sm
í þvermál og 8 sm djúp. Um 2,40 m eru milli þessara hola. Ekki tókst
að finna samsvarandi holur við austurvegginn, en þar voru fyrir
hendi nokkrar þyrpingar smásteina, sem gætu verið undan stoðum.
Óljóst er livert hlutverk þessa bakhúss hefur verið. Yfirleitt eru
svipuð afhýsi talin vera búr, enda hafa þá fundist sáför á gólfum
þeirra. Hér finnst búrið í V-enda skálans. Er bakhúsið þá nýtt búr?
Hin þunna gólfskán mælir nú frekar gegn því, þó að ekki sé það af-
dráttarlaus sönnun.
Annar möguleiki getur einnig komið til tals en hann er sá, að þetta
hafi verið svefnklefi eða svefnhús. Ekkert fannst þó í bakhúsinu sem
benti til einhverrar ákveðinnar notkunar og eru því frekari getgátur
til lítils, en eftirfarandi munir fundust þar á gólfi:
5 grýtubrot úr erlendu klébergi, sótug á þeirri hlið sem snéri inn
í grýtuna F.9, F.10, F.16, F.17, F.89, 2 naglar. F.14 og F.15. 3 jasp-
isar. F.19, F.30, F.31. 1 tinnumoli. F.29.
Undir vesturvegg bakhússins fundust f jórir járnklutir, allir óþekkj-
anlegir.
ú
Jarðhús I (Rúst III)
Fast við suðurvegg skálans og samsíða honum er jarðhús (10.—13.
mynd). Það er 4,20 m að le7i.gd og breiddin er frá 2,20—2,50 m, ef
mælt er niður við gólf, en holan víkkar lítillega upp eftir. Jarðhúsið