Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 41
46
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
inngang neinsstaðar í húsið, og fullvíst má telja að ekki hafi verið
innangengt úr skáianum í jarðhúsið, þó að það sé byggt svona alveg
upp að honum.
Fjórar stoðir hafa borið uppi þakið. Fundust 3 greinílegar stoðar-
liolur, en þar sem fjórða holan hefði átt að vera, var gólfið skemmt
svo að holan varð ekki greind. Enginn vafi lék þó á því, að hún hafði
verið þar. Tvær holur voru sunnanmegin í húsinu, um 20 sm frá
suðurvegg. Sú vestari er 16 sm í þvermál og 15 sm djúp. 1 henni lágu
3 aflangir steinar, sem hafa verið notaðir sem fleygar að stoðinni.
Austari holan er 18 sm í þvermál og 20 sm djúp. Þriðja liolan, stað-
sett 50 sm frá norðurhlið jarðhúss og 80 sm frá austurgafli, er spor-
öskjulaga, 20 X 30 sm í þvermál en ekki nema 14 sm djúp.
Ofan á jarðhúsinu lá um 10 sm þykkt, tvílitt lag, ljósleitt
og leirkennt, sem vel gæti verið úr þaki jarðhússins. Það hefur þá fall-
ið niður eftir að stoðir og burðargrind voru fjarlægð.
Hvað viðvíkur gerð þaksins, meðan það var enn uppistandandi, eru
tvær gerðir líkiegastar. Önnur er sú, að stoðirnar hafi borið uppi ás-
þak, hæst um miðjuna, eins og venjan var. Hin tilgátan er sú, að
sameiginlegt þak hafi verið á skála og jarðhúsi, þannig að þakinu hafi
hallað áfram af skálanum, yfir jarðhúsið á barm þess hinumegin.
Þess sáust engin merki, að veggir hafi verið hlaðnir umhverfis jarð-
húsið. Skálaveggurinn er eini veggurinn sem liggur að því. Raunar er
sá möguleiki fyrir hendi, að flóðið hafi sópað veggjunum burt, en það
er þó fremur ólíklegt.
Fundnir munir. 1 jarðhúsinu fundust 6 munir. Þrír þeirra fund-
ulst fyrir ofan gólf. I flóðlaginu var nacjli, F.7 og brýnisbrot F.32.
Ofan á því sem virtist vera leifar af þaki, lá rjref F.35 (29. mynd). Á
gólfinu fannst lítill hnöttóttur fjörusteinn nie'ð gati, sem borað var í
gegnum, F.33 (27. mynd) og járnkrókur, F.34. I fitukenndu lagi með
brenndum beinum og móösku, sem var á bletti yfir ofninum, var
járnnagli, F.36.
Smiðja I (Iíúst IV)
Um 30 metrum sunnan við skálann var staður sem smám saman
vakti athygli okkar (15. mynd). Ekki fyrir það, að hann skæri sig
neitt új smáþýfðu umhverfinu. Heldur vegna þess að í grasrótinni,
á milli þúfnakoilanna, glytti á gjallmola og viðarkol. Var ákveðið að
athuga þetta nánar.
Þarna reyndist vera gólf, þakið kolasalla og miklu gjalli, rétt und-
ir grassverðinum eða í honum. Cætt var ýtrustu varkárni þegar rist