Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Qupperneq 45
50
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Fundnir munir. Að undanskildum brotunum úr bollasteinunum (F.
64), sem lágu dreifðir um miðhluta hússins, fannst aðeins einn hlutur
í smiðjunni. Það er lö'ó (F.18), með þremur götum til að slá nagla,
naglalöö, sem jafnframt var ltlaufjárn. (28. mynd). Verkfæri þetta
lá í liugsanlegum bakdyrainngangi.
Jarðhús II (Rúst V)
Rúst V er fremst á dálitlum bakka, í bugðu austan við bæjarlæk-
in,n, tæplega 30 m suðaustur af skálanum og um 12 m austur frá
rúst IV. Áður en rannsókn hófst, auðkenndist rúst V í landslaginu
sem dálítil laut, svipað og var um jarðhús I (17. mynd).
Þegar byrjað var að grafa í rústinni varð brátt ljóst, að hér var
um 2 byggingarskeið að ræða. Hið fyrra er hið upprunalega jarðhús.
Hið síðara er grafið niður í rúst jarðhússins lö,ngu eftir að það var
komið úr notkun (22. mvnd).
Lega jarðhúss II er sem næst frá NV—SA. Það er 3,90 m að lengd
og 2.40 m að breidd. Dýptin er 1,20 m miðað við þáverandi yfirborð
jarðvegs.
Sama flóð og fyllti jarðhús I hefur einnig fyllt þetta jarðhús af
möl og grjóti.
Gólfskán jarðhússins var þétt í sér, sandblendin og svört af sóti,
víðast 6—10 sm þykk. Gólfinu hallaði örlítið til norðurs, en var annars
lárétt og sveigðist upp við veggina. Um 30 cm frá norðurhliðinni end-
aði gólfskánin við gisna steinaröð sem þar var. Einnig var gólfskánin
mjög þunn á um hálfs metra breiðu svæði við austurgaflinn.
Fyrir miðjum austurgafli er stoöarhola út við vegginn, 18 sm í
þvermál og 18 sm djúp. Eins og fram kemur á jarðvegssniði O—P,
er að sjá sem stoð hafi staðið í holunni, þegar flóðið skall yfir og
húsið fylltist, því að mold úr bakkanum sem hrundi inn í húsið,
hefur fallið upp að stoðinni og stöðvast þar.
I suðvesturhorninu eru leifar af ofni sem grafinn var um 20 sm
inn í vesturgaflinn (19. mynd). Neðri hluti hans var nokkurn veg-
inn óskemmdur. Þrjár stórar steinhellur sem mynda þrjár hliðar
ofnsins voru enn uppistandandi, þegar ofninn var grafinn fram. Flöt
hella sem lögð var yfir þær, hafði brotnað og fallið niður. Stór flöt
hella var í botni. Ein hlið var opin, og snéri opið inn í jarðhúsið. Of-
an á þetta hólf, sem e.t.v. mætti kalla eldhólf, hefur verið hlaðið annað
hólf svipað, sem virðist hafa náð upp úr jarðhúsinu (20.—21. mynd).
I efra hólfinu var mikið af litlum sótugum hitasteinum, sem flestir