Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Qupperneq 54
GRELUTÓTTIR
59
að ræða stekk frá síðari tímum, og því ekki óeðlilegt að hugsa sér
að eins konar smalakofa eða bvrgi hafi verið komið upp í sambandi
við hann.
Ekki var að sjá, að þetta byrgi hafi valdið neinum skemmdum á
jarðhúsinu, enda er það hvergi svo djúpt grafið.
Rúst VI (Smiðja II)
Rúst VI er á sléttri grösugri flöt, um 30 m SV af skálanum (24.
mynd). Greinilegt var að áin hafði einhverntíma brotið sér far-
veg, vestan og sunnan þessarar rústar, og sennilega flætt yfir liana
stöku sinnum. Ekki var vitað um rústina áður en rannsóknir hófust,
heldur fannst hún út frá loftmynd, enda var hún nær ósýnileg á
jörðu niðri.
Stefna rústarinnar er frá NNV—SSA. en eftirleiðis mun verða
miðað við höfuðáttir.
Inngangur er á S-gafli, um 1 m á breidd, en ekki alveg fyrir miðj-
um gafli, heldur aðeins austan við hann. Greinileg skil voru milli gólfs
og veggja, vinstra megin í innganginum, en hægri hliðin, sú austari,
er ekki eins auðráðin. Fylgja mátti innri veggjabrún nokkuð auðveld-
lega eftir A-langhlið, fyrir hornið og rekja hana eftir S-gaflinum
að innganginum, en þar verða öll ummerki ógreinileg.
Veggw eru víðast um 1 m á þykkt, en þynnast þó allt niður í 80
sm við SV-hornið. Austurlanghlið er um 1,20 m að þykkt. Nokkur
vandi er þó að ákvarða þykktina nákvæmlega, því að austurhlutinn
virðist vera gerður nokkru síðar en vesturhlutinn. Það sem bendir til
þess er, að undir þeim hluta gengur kolalag í gegnum vegginn.
Veggirnir munu eingöngu hafa verið hlaðnir úr mold og torfi.
Engar grjóthleðslur voru í undirstöðum veggjanna, en í SV-hluta
veggjanna og í NV-gaflinum var möl, tekin úr jarðveginum utan við
húsið og mokað af handahófi, að því er virtist, upp í vegginn.
Segja má að gólfið í rúst VI sé alveg lárétt. Hæð þess yfir sjávar-
mál er um 2,30—2,50 m. Gólfskán var víðast hvar mjög greinileg, 1—
6 sm á þykkt, blönduð viðarkolasalla og gjallmolum. Nokkur mismun-
ur var á útliti og samsetningu gólflagsins, og má skipta húsinu þann-
ig í 5 ólík svæði. Hvert horn hússins hefur sín einkenni, og eins sker
miðhluti hússins sig úr (25. mynd).
SV-hluti, til vinstri við innganginn. 1 þessu horni var mikið af við-
arkolum. Mestmegnis leifar af litlum birkihríslum. Rétt innan við inn-