Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Qupperneq 58
GRELUTÓTTIR
68
brotnað sundur. Margar þessara steinflísa bera merki eftir járn-
vinnslu. Bráðið gjall hefur runnið yfir þær og storknað á þeim. Brot
úr bollasteinum, svipuðum og fundust í smiðju I, með gjallbráð í boll-
anum, fundust einnig hér.
Hafi staðið hér bræðsluofn, hefur hann verið rifinn áður en húsið
var yfirgefið.
Rannsókn á gjalli. Úr smiðju II voru nokkrir gjallmolar sendir
til greiningar, og annaðist Sven Rinman Laboratoriet í Eskilstuna-
Rönninge, Svíþjóð þá rannsókn. Því miður hárust niðurstöður þaðan
svo seint, að ekki verður fjallað nánar um þær hér, en þær benda
til að bræðsluofninn í smiðju II sé af mjög frumstæðri gerð sem
nefndur er skálofn (skálugn). Það er ofn sem er fremur lágur og án
nokkurrar eiginlegrar gryfju, eins og venjan er t. d. hjá blástursofn-
um. Sams konar gjallleifar hafa fundist í Noregi frá forsögulegum
tíma, þar sem ofnleifar á staðnum hafa verið túlkaðar sem skálofnar.
(tJr skýrslu E. Tholander og S. Blomgren um niðurstöður rann-
sókna þeirra á gjallinu úr smiðju II.).
Stoóarholur. Sex stoðarholur, í tveim röðum, voru í húsinu. Vestari
röðin er um I m frá V-langhlið, en sú aiustari aðeins um 60—80 sm
frá A-langhlið. Bilið milli einstakra stoða í hvorri röð er 1,5 m, en
milli stoðaraðanna er um 1 m. Ilolumar eru um 15—20 sm djúpar,
og 4 hinar austari eru klæddar steinum í hliðum eða botni. Miðholan
að austanverðu stendur aðeins innar í Iiúsinu og er víðari upp, en
hinar tvær holurnar í röðinni. Allar stoðarholurnar eru um 20 sm í
þvermál og kringlóttar, nema holan í NV-horninu, sem er ferhyrnd
og 10—15 sm í þvermál.
Tveir stórir steinar eru í húsinu, sem gætu hafa verið notaðir við
jámvinnsluna. Annar er fyrir miðju húsi, e.t.v. steðjasteinn. Hinn
er út við V-langhlið, flatur að ofan og alsettur náttúrlega mynduðum
grópum (26. mynd).
Engir munir fundust í þessu húsi, sem vafalaust hefur verið
smiðja, en brotunum úr bollasteinunum var safnað saman og gefið
nr. F.65
Tímasetning rústanna
Við fornleifarannsóknir hér á landi er beitt hefðbundnum aðferð-
um, sem notaðar eru samhliða við að finna réttan aldur fornminja, en
þær helstu eru: