Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Síða 59
64
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1. Ritaðar heimildir
2. Gerð og’ útlit fornminja
3. Jarðlagafræði
4. Gjóskulagafræði
5. Frj ókomagreining
6. Fundnir munir
7. C14 eða kol-14 aðferðin
Verður nú reynt að gera svolitla grein fyrir því, hvaða upplýs-
ingar hver einstök aðferð getur veitt okkur um aldur rústanna.
1. RitaSar heimildir. 1 Landnámu er Ann rauðfeldur talinn land-
námsmaður, og þó að fornleifafræðin sé þess ekki megnug að sanna
að afsanna tilvist nafngreindra manna í fomsögunum, þá er ekki
hægt að horfa framhjá ýmsum upplýsingum sem sögumar geta veitt
okkur.
1 formála að Landnámabók, í útgáfu Hins íslenzka fomleifafélags,
segir Jakob Benediktsson það réttilega, að ógerningur sé að tímasetja
útkomu einstakra landnámsmanna nákvæmlega. Hann telur þó öll
rök hníga að því, að meginþorri landnámsmanna hafi komið til Is-
lands á árunum 890—910. (Jakob Benediktsson, bls. cxxxix). Sam-
kvæmt þessu er ekki íráleitt að ætla, að Amarfjörður hafi byggst
innan þessara tímamarka.
Áns og Bjartmars sonar hans er getið í Gísla sögu Súrssonar, þar
sem eftirfarandi frásögn er að finna í IV. kap.: „Bjartmarr hét
maðr er bjó í Arnarfirði inn í botni,“ og nokkru síðar „Bjartmarr
var sonr Áns rauðfelds, Grímssonar loðinkinna ...“ I yngri gerð
sögunnar stendur svo: „Maðr er nefndr Bjartmarr. Hann kom út til
íslands í Arnarfirði og byggði þar bæ þann, er í Eyju heitir; þat er í
Amarfjarðarbotni“. (Isl. fornrit VI, bls. 15 og 37).
Hér mun eitthvað vera málum blandað, því að frásögunum ber ekki
alveg saman. Það kemur þó fram, að Bjartmar er ekki talinn búa á
Eyri, heldur í Eyju í Arnarfjarðarbotni. Annaðhvort er hér um ein-
hvern rugling að ræða, eða þá að Bjartmar hafi flutt af bæ föður
sínsinn í Arnarfjarðarbotn. Þess ber að geta að Sveinbjörn Rafnsson
hefur tekið frásögnina um landnám Áns sem dæmi um lærðan sam-
setning Landnámuhöfunda. (Studier i Landnámabók, bls. 101—102).
2. Gerð og útlit fornminja. Því fer fjarri að þróun húsagerðar hér
á landi hafi verið rannsöknð nægilega vel. Segja má að flestar forn-
leifarannsóknir sem gerðar hafa verið á gömlum bæjum, séu bundn-
ar við Suðurland, en aðrir landshlutar hafi orðið útundan. Eyðurnar