Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Side 60
GRELUTÓTTIR
65
eru því margar og stórar. En þó að þekkingu okkar sé í mörgu ábóta-
vant, þá bafa fyrri rannsóknir gefið vísbendingu um, að ákveðin
þróun hafi snemma átt sér stað í húsagerð landsmanna.
Það er varhugavert að reyna að alhæfa húsagerðarþróun alls lands-
ins, eingöngu út frá þeim rannsóknum sem þegar hafa verið gerðar,
og dettur reyndar engum í hug, en þegar svipaðar rústir finnast í
öðrum landshlutum, verður samanburður óhjákvæmiiegur.
Sé grunnmynd rústanna á Eyri skoðuð með þetta í huga og hún
borin saman við aðrar þekktar rústir, kemur skyldleikinn við skála
landnámsmanna ótvírætt í ijós.
Nokkur atriði, eins og t.d. bakhúsið og inngangurinn benda þó til
þess, að iiúsið gæti verið aðeins yngra.
Ef útlit og gerð húsanna á Eyri, hefði verið eina vitneskjan um
þá byggð, hefði ég talið, að aldur þeirra væri innan markanna 800—
1100 gróflega áætlaða.
Þó að geri megi ráð fyrir einhverjum svæðisbundnum mun á þróuij
húsa, tel ég litlar líkur á því, að hús af þeirri gerð, sem fannst á
Eyri, hafi verið reist eftir 1100.
Gerðþróunariega séð, er eðlilegast að ætla að rústirnar frá tíma-
bilinu um 900—1000 e.Kr.
3. JarhlagafræSi. Innbyrðis afstaða jarðlaga, eins og þau komu fram
í þeim mörgu jarðvegssniðum sem tekin voru í sambandi við rann-
sóknina, sýndi glöggleg'a, að hér var um fvrstu byggð að ræða á
þessu svæði. Eftir að bærinn er reistur og landnám hafið, verður
sjáamleg breyting á jarðveginum. Hann dökknar, og mannvistar-
leifar, t.d. viðarkolaagnir, finnast á dreif í jarðlögunum.
Af jarðlögunum mátti einnig ráða, að búseta þarna hafði ekki orðið
mjög langvinn.
Jarðlagafrajðin kemur ekki nema óbeint að gagni við tímasetn-
ingu rústanna, þar eð forsendan fyrir henni er vitneskjan um hvenær
landnámið átti sér sta'ð.
4. Gjóskulagafræöi. Gjóskulög urðu hvorki greind í jarðvegi á rann-
sóknarsvæðinu, né í torfi, enda mun víst fremur sjaldgæft að gosaska
hafi borist yfir Vestfirði á sögulegum tíma.
Gjóskulagafræðin, sem annars staðar á landinu er eitt hið besta
hjálpargagn okkar við aldursgreiningu, varð hér því miður ekki að
neinu gagni.
5. Frjókornagreining. Frjókornagreiningu var ekki beitt í sambandi
við rannsóknirnar á Hrafnseyri, en sýni voru tekin af öllum sjáan-
legum jarðlögum, ef ástæða þætti til greiningar síðar meir.