Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 61
66
ÁEBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
6. Fundnir munir. Við rannsók.nina voru skráð 65 fundarnúmer. Allir
hlutir sem mannaverk voru á feng-u fundamúmer, svo og nokkrir
jaspisar og tinnusteinar, sem ástæða var til að ætla að menn hefðu
haft með sér annars staðar frá.
Flestir munirnir eru hversdagslegt smádót, sem gefur ekki mikla
vísbendingu um aldur rústanna sem það er fundið í. Þrír litlir steinar
fundust, boraðir gati í miðju, og er liugsanlegt að einhver þéirra
hafi verið notaður sem tala í steinasörvi. En fremur hefur það verið
með fátæklegra móti. Steinasörvi benda til víkingaaldar, og það
gera einnig klébergsbrotin, en innflutt kléberg mun oftast vera tengt
rústum frá 9. öld og fram á 11. öld, þó að það sé ekki alveg einhlítt
(Kristján Eldjárn, Árb. 1949—50, bls. 58—60).
Litli járnpotturinn sem fannst í jarðhúsi II, efra gólfi, er hins
vegar frá allt öðrum tíma, e.t.v. ekki nema 1—2 hundruð ára gamall.
7. C14 aldursgreining. Kol-14 greiningu verða menn að nota af mik-
illi varfærni, og alltaf með nokkrum fyrirvara.
Sýni sem tekin hafa verið hér á landi og greind, virðast yfirleitt
gefa hærri aldur en ástæða er til að ætla út frá öðrum heimildum.
Engu að síður getur kol-14 aldursgreining gefið nokkra vísbendingu
um hlutfallslegan aldur rústa.
Frá Hrafnseyri voru valin 2 sýni til kol-14 aldlursgreiningar, eitt
úr hvoru jarðhúsi.
Haraldur Ágústsson gerði viðargreiningu á báðum sýnunum og
taldi, að í báðum tilvikum væri um innlent birki að ræða.
Sýnin voru send prófessor Ingrid Olsson við eðlisfræðistofnun há-
skólans í Uppsölum í Svíþjóð, en hún er einmitt að rannsaka það,
hvemig stendur á hinum of háa aldri kol-14 sýna héðan.
Á hverju sýni hefur hún gert tvenns konar mælingar, sem hún
tekur síðan meðaltal af.
Viðmiðunarár er 1950.
Sýni S-15 úr jaröhúsi 1
U-2899 1015 ± 70 B.P.
U-299 1190 ± 100 B.P.
Meðaltal 1070 ± 60 B.P.
Sýni S-l/6 úr jaröhúsi 11
U-2900 1070 ± 65 B.P.
U-4300 1325 ± 120 B.P.
Meðaltal 1130 ± 60 B.P.
(935 ± 70 = 865—1005)
(760 ± 100 = 660— 860)
(880 ± 60 = 820— 940)
(880 ± 65 = 715— 945)
(625 ± 120 = 505— 745)
(760 ± 100 = 660— 865)