Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 69
JÓN STEFFENSEN
UPPHAF RITALDAR Á ÍSLANDI
Ég- hef nokkrum sinnum í ritum látið í ljós þá skoðun, að ritöld sú,
sem almennt er talið að hefjist með ritun Hafliðaskrár 1117—18 eigi
aðeins við ritun með latínuletri sem klerklærðir menn færðu okkur,
en að fyrir þann tíma hafi ýmislegt verið skráð á íslensku með
rúnum, sérstaklega lög og forn kvæði. I því er hér fer á eftir
verður gerð fyllri grein fyrir þessu áliti og bætt við nýjum atriðum
til stuðnings því.
Þjóöveldislög
Vilhjálmur Finsen áleit að skrásetning þjóðveldislaga hefði
hafist með Hafliðaskrá og verið haldið áfram næstu ár á eftir. Fyrir
þann tíma hefðu lögin verið í munnlegri geymd og sögð upp á Al-
þingi til að festa þau í minni. Ennfremur taldi Finsen að lítið hefði
bæst við lögin eftir 1150 og að talsverður hluti þeirra hefði verið
gildandi einnig í heiðni. Það sem nú ber á milli handrita, og ákvæða í
sama handriti, megi yfirleitt rekja til breytinga eftir að lögin
voru skráð (Fremstilling af den islandske Familieret efter Grágás,
Annaler f. nord. Oldkyndigh. og Hist. 1849, 150—331 og 1850, 121—
272). Óiafur Lárusson, sem var sömu skoðunar og Finsen, segir:
,,Má því ætla að lögin hafi í fyrstu fengið það form og þann stíl
í Hafliðaskrá er vér nú þekkjum í Konungsbók og Staðarhólsbók. Sá
sameiginlegi grundvöllur aðalhandritanna beggja, sem Finnur Jóns-
son sýndi að til hefði verið, er þá ekkert annað en sjálf Hafliðaskrá
. . . Því miður er oss fátt kunnugt um lög þau, er í gildi voru áður en
Hafliðaskrá var rituð. En í Staðarhólsbók eru fáein ákvæði sem eigi
er að finna í öðrum handritum og hafa mjög fornlegan svip, svo að
segja má að þau séu frekar í ætt við hin elstu norrænu lög en við
annað efni Staðarhólsbókar. Sem dæmi þessa nefni ég 277. kapítula
Staðarhólsbókar (Grg II, 305). — Þessi fornlegu ákvæði hafa ein-
hverntíma verið gildandi iög. Þau hafa geymst munnlega í lagaupp-