Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Síða 73
78
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
vi finde i Texterne af Graagaasen i sit væsentligste Omfang alle-
rede været til stede for 1118, og at den frugtbareste Periode for
Retsudviklingen maa s0ges, ikke efter Tilblivelsen af Haflides Sam-
ling, men fdr dette Tidspunkt, maaske endog fornemmelig i en betyde-
lig tidligere Tid“ (Om de isl. Love i Fristatstiden, Kbh. 1873, 145—
146).
En þrátt fyrir það álítur Finsen að skrásetning laganna hefjist
með Hafliðaskrá, nefnilega: ,,Naar det i Islendingabók berettes, at
der (1117) biev vedtaget den nye Lov, at ,,vore I.ove skulde skrives
i en Bog, efter Bergthors, Haflides og andre vise Mænds mundtlige
Meddeielser“ om hvad der var gjældende Lov, ligger det nærmest
at antage, at der ikke for den Tid var blevet opskrevet Noget eller
ialtfald ikke noget Væsentligt af Lovene“ (Finsen 1873, 144). Finsen
álítur, eins og velflestir sem um það atriði hafa fjallað, að í „sögu og
umbráði" (Isl. fornrit I, 23) felist eins og í lögsögu fyrir daga
Hafliðaskrár (Grg III, 649, lögsögumaðr) munnleg frásögn án
stuðnings af rituðu máli. Þetta álit byggist eingöngu á því að engin
skráð lög hafi verið til eldri en Hafliðaskrá, því Islendingabók sýnir
að það, að segja upp lög, gat alveg eins átt við um ritað mál („þá var
skrifaður vígslóði og margt annað í lögum og sagt upp í lögréttu af
kennimönnum of sumarið“ (Isl. fornrit I, 24)).
En lítum nú á það sem segir í lögréttuþætti Grágásar um laga-
skrár: „Það er og, að það skulu lög vera á landi hér, sem á skrám
standa. En ef skrár skilur á, og skal það hafa er stendur á skrám
þeim er biskupar eigu. Nú skilur enn þeirra skrár á, þá skal sú hafa
sitt mál er lengra segir þeim orðum er máli skipta með mönnum. En
ef þær segja jafnlangt og þó sitt hvor, þá skal sú hafa sitt mál er í
Skálaholti er. Það skal allt hafa er finnst á skrá þeirri er Hafliði lét
gera, nema þokað sé síðan, en það eitt af annarra lögmanna fyrir-
sögn er eigi mæli því í gegn, og hafa það allt er hitsug leifir eða
glöggra er“ (Grg Ia, 213).
Ef Hafliðaskrá væri elst skránna og þær síðari til uppfyllingar
henni, þar sem hún hefur aðeins náð til hluta laganna, meðal annars
ekki til kristinna laga þáttar, þá væri lítt skiljanlegt að jafn almennt
ákvæði og „það skulu lög vera á landi hér sem á skrám standa“ ætti
erindi í Grágás, þar sem Hafliðaskrá hlaut að takmarka gildi þeirra.
Þetta fellur allt í eðlilegan farveg, ef hið almenna ákvæði var lög
áður en Hafliðaskrá varð til.
Niðurstaða undangenginna athugana á Grágás er sú að ekki sé
hægt að gera skynsamlega grein fyrir inntaki hennar á annan veg