Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 75
80
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Það eru fleiri atriði í sambandi við skoðun Snorra á Úlfljótslögum
sem erfitt er að átta sig á. I formála sínum fyrir Heimskringlu ber
hann mikið lof á sagnfræði Ara fróða og endar á því að honum þyki
„hans sögn öil merkilegust", en þrátt fyrir það tekur Snorri ekki
meira mark á Ara en svo í Heimskringlu, að í Hálfdanar sögu svarta
(7. kap.) er Þorleifur spaki draumaraðningamaður og Hálfdan
svarti viskumaður sem setti lög, og í Hákonar sögu góða (11. kap.)
setur konungur Gulaþingslög með ráði Þorleifs spaka. Hér mun gæta
hinnar röngu hugmyndar er Snorri gerir sér um upphaf víkingaferða
frá Noregi (sjá J. St., Menning og meinsemdir, 62—91).
Hér mun ekki farið frekar út í einstök atriði Úlfljótslaga Land-
námu (um þau skal vísað til bókar 0. Olsens, Horg, hov og kirke,
84—49), en það í þeim sem ekki á sér fordæmi í Grágás og Íslend-
ingabók er þess eðlis, að engin forn heimild getur verið fyrir því.
Þess vegna er það að engu hafandi. En þetta mun vera dæmi þess
hvernig oft muni varið munnlegri geymd, að þar gæti meira álykt-
unar en minnis.
Áður en skilist er við lögin skal rætt nánar um skrásetningu
þeirra. Þær lagaskrár hafa verið skráðar samkvæmt rúnastafrófi sem
eldri voru en Hafliðaskrá, en hún og þær er yngri voru á grund-
velli latínustafrófsins. Það er í samræmi við það sem segir í ritgjörð-
um þcim er fylgja Snorraeddu í Ormsbók (útg. af Sveinbirni Egils-
syni 1848), nefnilega: „Skal yður sýna inn fyrsta leturshátt, svo
ritinn eftir sextán stafa stafrófi í danskri tungu, eftir því sem Þór-
oddur rúnameistari og Ari prestur inn fróði hafa sett í móti latínu-
manna stafrófi“ (Norræn staffræði, formáli, 160) og „En þó rita
enskir menn enskuna iatínustöfum öllum, þeim er réttræðir verða í
enskunni; en þar er þeir vinnast eigi til, þá hafa þeir við aðra
stafi, svo marga og þesskonar sem þarf, en hina taka þeir úr, er eigi
eru réttræðir í máli þeirra. Nú eftir þeirra dæmum, alls vér erum
einnar tungu, þó að gj örst hafi mj ög önnur tveggj a eða nakkvað báð-
ar, til þess að hægra verði að rita og lesa, sem nú tíðist og á þessu
landi, bæði lög og áttvísi eða þýðingar helgar eða svo þau in spaklegu
fræði er Ari Þorgilsson hefur á bækur sett af skynsamlegu viti, þá
hefir eg og ritað oss Islendingum stafróf, bæði latínustöfum öllum,
þeim er mér þótti gegna til vors máis vel, svo að réttræðir mætti
verða, og þeim öðrum er mér þótti í þurfa að vera .. .“ (Fyrsta staf-
fræði, 161).
Svo er að sjá sem almennt hafi verið lagður sá skilningur í „sem
nú tíðist“, að þá fyrst hafi menn farið að rita og skrifa á íslensku,