Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Síða 76
UPPHAF RITALDAR Á ÍSLANDI
81
og hér sé verið að greina frá upphafi ritaldar á því máli. Björn M.
Ólsen áleit meira að segja að þetta hafi verið upphaf rúnaritunar
á bókfell hcr á landi, og að bæði Hafliðaskrá og Islendingabók hafi
verið með rúnaletri (Runerne i den oldislandske litteratur, Kbh.
1883). Finnur Jónsson hafnaði þeirri skoðun og segir í útgáfu sinni
á Málldjóða- og málskrúðsfræði Ólafs Þórðarsonar: „Ólafs frem-
stilling forudsætter sikkert ingen skriftlig kilde. Runealfabetet var
alle dage velkendt i Island. Andet og mere behovede Olaf ikke til
sin fremstilling — og sá Priscian" (bls. 16). Allir virðast vera sam-
mála um rúnaþekkingu Islendinga, en þess sakna ég frá Finni og
öðrum skoðanabræðrum til hverra no'.a sú kunnátta var á tímum
sem þeir segja réttilega að ekki sé varðveitt nokkur íslensk rúna-
áletrun frá, en það telja þeir aftur sönnun þess, að rúnir hafi ekki
verið notaðar til skrásetningar.
En mergurinn í ofangreindri tilvitnun í staffræðina er sá, að þar
segir: „til þess að hægra verði að rita og lesa, sem nú tíðist og á þessu
landi“. Þá er hagræði að einhverju, í þessu tilfelli latínustafrófi, að
eitthvað óhægra sé fyrir, þ.e. rúnastafróf. Hér er verið að skýra frá
upphafi og undirbúningi ritunar með latínustafrófi og á ótvíræðan
hátt mælt með kostum þess gagnvart rúnum til þeirra nota.
Ættartölur
Svo mjög sem þjóðveldislögin miðast við ættina, sem reyndar
einnig sá um framkvæmd þeirra, er skiljanlegt að ekki var síður
nauðsynlegt að kunna rétt skil á ætt sinni en lögunum. I heiðni virð-
ist ættarskyldan ná til fimm ættliða ásamt greinum, en með kristni-
töku vikkaði ættarsviðið sem nauðsynlegt var að vita deili á í sjö
ættliði auk sifja, vegna reglna kirkjunnar um blóðtengdir (V. Finsen,
Fremstilling af den islandske Familieret efter Gi’ágás, Annaler f.
nord. Oldkyndigh. og Hist. 1849 og 1850. Isl. Fornbréfasafn I, 98.
bréf). Elsta heimildin um ritun ættartalna er formáli Ara fyrir Is-
lendingabók, sem hann skrifaði „of et sama far“ og eldri gerð
Iiennar „fyr utan áttartölu og konunga ævi’” En eins og segir í áður
tilfærðum kafla úr fyrstu staffræðinni, hafa bæði lög og áttvísi
verið skráð áður en Ari „hefir á bækur sett“ „þau in spaklegu fræði“
sín. Hann hefur ættartölur af eldri gerð til þess að fá vitneskju
um hvenær byggð landsins hefjist og annað viðvíkjandi tímatali í sögu
þjóðarirmar (J. St., Tímatal Ara fróða og upphaf víkingaferða,
Menning og meinsemdir, 78—91). Af því hve óljóst er um mörg
6