Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Síða 77
82
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ártöl í Islendingabók, einkum fyrir árið 1000, má ráða að ættar-
skrárnar hafi verið þurr upptalning mannanafna, líklega að við-
bættu starfsheiti, t.d. goði, gvðja, lögsögumaður, biskup, og hugsan-
lega að maðurinn sé landnámsmaður, en án allra ártala. Engu að
síður eru slíkar skrár, að stofni til skráðar í heiðni, mikill styrkur
arfsögn er kann að hafa fvlgt einstökum mönnum ættarinnar. Ætla
má að í þeim tilgangi að meta slíkar arfsagnir og tengja þær og menn
tímasettum viðburðum hafi Ari notið leiðbeininga samtíðarmanna
sinna úr þeim ættum, er mest koma við sögu þjóðarinnar, og marga
þeirra nafngreinir hann, svo sem Teit Isleifsson, Þorkel Gellis-
son, Þui'íði Snorradóttur og Ilall Órækjuson.
Ættartölurnar eru þær traustu stoðir sem Landnámabók er reist
á. Án þeirra hefði sú einstæða bók aldrei verið skráð. Hefur þó ekki
mátt dragast öllu lengur að það mætti takast, og er þá miðað við að
Frumlandnáma sé rituð á efri árum Ara fróða. En þá þegar eru sýni-
lega glataðar fjölmargar ættartölur landnámsmanna, sem sést á því
hve títt er aðeins getið nafns landnemans án nokkurra ættartengsla,
og þá nafnið iðuiega þesslegt, að um ágiskun skrásetjara og sam-
tíðarmanna hans sé að ræða, og vitneskja um marga landnáms-
menn var þá með öllu glötuð. Enda alkunna að adtleggir rofna, og
þá brostin forsendan fyrir viðhaldi þeirrar skrár. En Landnáma
greinir frá það mörgum landnemum er áttu til forfeðra að teija
í nafngreindum héruðum Noregs, og svo góð samsvörun er milli
þeirra og fjöida víkingagrafa er bera merki vestrænna áhrifa sömu
héraða, að þegar á heildina er litið verða ættartölurnar að teljast
traustar (J. St., Tölfræðilegt mat á líffræðilegu gildi frásagna Land-
námu af ætt og þjóðerni landnemanna, Saga 1971, 21—39, endurpr.
í Menning og meinsemdir 1975).
I flestum Islendingasagnanna felst nokkur sannleiki, sem mun
mega rekja til ættarskráa. En þær eru hin nakta grind sem þessar
ættarsögur eru ritaðar um, og hún veitir jafnframt næg tækifæri
til hugmyndaflugs og skáldskapar.
Foi’nkvæði
I fyrstu staffræðinni, sem mun samin á tímabilinu 1150—1180,
eru fornkvæði ekki talin meðal þess sem þá var búið að rita með
latínuletri. Nú er varhugavert að álykta út frá þögninni. En þegar
haft er í huga að það eru klerkar sem eru að berjast fyrir latínu-
stafrófi til ritunar á móðurmálinu í stað rúna, þá verður skiljanlegt