Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 78
TJPPHAF RITALDAK Á ÍSLANDI
83
að kvæði, full af heiðnum kenningum og heitum, hafi ekki verið
meðal þess er þeir hófu að rita. Það fær einnig stuðning af þeim
varnagla sem Snorri Sturluson slær í eftirmála Skáldskaparmála í
Eddu sinni, sem mun vera rituð um 1220, er hann segir: ,,En ekki
er að gleyma eða ósanna svo þessar sögur, að taka úr skáldskapinum
fornar kenningar, þær er höfuðskáld hafa sér líka látið; en eigi skulu
kristnir menn trúa á heiðin goð og eigi á sannindi þessar sagnar
annan veg en svo sem hér finnst í upphafi bókar, er sagt er frá
atburðum þeim er mannfólkið villtist frá réttri trú . . .“ (Snorraedda,
útg. Svbj. Egilsson 1848, bls. 154). Þetta er síðan áréttað í Norrænni
staffræði í Ormsbók og bætt við: „En nú skal lýsa hversu ný skáld
og fræðimenn, og einkanlega klerkarnir, vilja lofast láta hversu
kveða skal, og ónýta eigi að heldur það sem menn hafa, utan það
sem klerklegar bækur banna, því það er náttúrulegt að menn séu nú
smásmuglari sem fræðibækurnar dreifast nú víðara“ (Snorraedda,
bls. 159).
Það mun því líklegt að fyrir 1150 hafi engin fornkvæði verið skráð
latínuietri og að Snorraedda og skömmu síðar Sæmundaredda muni
ver með því fyrsta af því tagi. En fyrir þann tíma hafa þau verið
skráð með rúnum og hef ég ekki við þá skoðun að bæta umfram það
er segir í „Hugleiðingum um Eddukvæði" ( Árb. fornleifafél. 1968,
26—38, endurpr. í Menning og meinsemdir 1975, 194—207), og skal
það ekki endurtekið hér.