Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Qupperneq 80
ELSA E. GUÐJÓNSSON
HANNYRÐIR HELGIJ SIGURÐARDÓTTUR?*
i
Árið 189P> eig'naðist Þjóðminjasafn íslands útsaumað altarisklæði
úr Draflastaðakirkju í Fnjóskadal (Þjms. 3924). Kom það til safns-
ins frá Sigurði Jónssyni óðalsbónda þar á staðnum (1. mynd).1
Altarisklæðið, sem er 100 cm á hæð og 117 cm á breidd niest, er úr
ljósmóleitu hörlérefti, sennilega hvítu upphaflega. Er það allt þakið
útsaumi. Flctir, stórir og smáir, eru saumaðir með refilsaumi, en út-
línur að mestu með steypilykkju. Útsaumsgarnið er að langmestu
leyti íslenskt ullarband, og má greina af því níu liti: svarbrúnt, rautt,
dökkblátt, ljósblátt, dökkgrænt, Ijósblágrænt, gulbrúnt, fölgult og
ljósmóleitt. Língarn, hvítt og á stöku stað blátt, hefur þó einnig
verið notiað.
Aðalmunstur klæðisins er gert úr níu hyrndum ferbogum. Milli
þeirra eru stílfærðar rósir, en utan með á alla vegu mismunandi bekk-
ir með stílfærðu blaða- og blómaskrauti. I ferbogunum eru myndir
af Maríu mey með Jesúbarnið og ýmsum helgum mönnum. 1 efstu röð
frá vinstri má sjá Jóhannes skírara og óþekktan biskup, eflaust
heilagan, Maríu með barnið og hjá þeim heilaga Katrínu frá Alex-
andríu, en lengst til hægri Maríu, Jesúbarnið og heilaga Önnu, móð-
ur Maríu. 1 næstu röð getur að líta postulana Andrés og Pál, fyrir
miðju Maríu mey með barnið í hásæti milli tveggja engla, og Jóhannes
postula og guðspjallamann ásamt Pétri postula. T neðstu röð eru tveir
óþekktir dýrlingar, ef til vill Magnús Eyjajarl og Hallvarður, þá
tveir biskupar, ef til vill Þorlákur helgi og Jón Ögmundsson (eða
Jón og Guðmundur góði Arason?) og Toks heilög Dórothea og heilög
Katrín frá Alexandríu.
II
I heimildum um Draflastaðakirkju — en elsti máldagi hennar er
frá 1318 — er fyrst getið um refilsaumaða altarisklæðið svo öruggt
sé í vísitasíu árið 1631.2 Það mun þó vera nokkru eldra, ekki þó frá
14. eða 15. öld eins og það hefur áður verið talið," heldur frá öðrum