Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 83
88
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Holense, líklega fyrsta bók sem prentuð var á íslandi, 1534 (eða
1535—37). Ekkert eintak af bók þessari hefur þó varðveist; hið síð-
asta, er var í eigu Árna Magnússonar, eyddist í brunanum mikla í
Kaupmannahöfn 1728.7
I heimildum er þess getið að Draflastaðakirkja hafi átt eitt ailtaris-
klæði árið 1471, en 1631 átti hún tvö, annað fornt en hitt með refil-
saumiÁ Ekki er vitað um eigur kirkjunnar á 16. öld en frá 1538 er
varðveitt heimild um að kirkjan hafi verið uppgerð og endurbætt af
Ormi Jónssyni lögréttumanni, er þar bjó, og vígð þá af Jóni biskupi
Arasyni.9 Við kirkjuvígslu á miðöldum mun ætíð hafa verið vígt að
minnsta kosti eitt af ölturum viðkomandi kirkju,10 og er því ekki
fjarri lagi að ímynda sér að Draflastaðakirkju hafi einmitt við þetta
tækifæri verið lagt til nýtt altarisklæði, enda segir í sömu heimild
að Orrnur bóndi liafi þá gert upp reikningsskap kirkjunnar, fornan
og nýjan, en biskup Jón kvittað.
III
Ekki verður sagt með vissu hvar eða af hverjum altarisklæðið frá
Draflastöðum var unnið. Að efni og frágangi líkist það mjög tveimur
öðrum refilsaumuðum altarisklæðum íslenskum, postulaklæðinu svo-
nefnda frá Miklagarði, sem varðveitt er í Þjóðminjasafni Dana
(Nationalmuseet 15379, 1856), og biskupaklæðinu stóra frá Hólum
í Hjaltadal, nú í Þjóðminjasafni íslands (Þjms. 4380 b). Skyldleiki
þessara klæða er svo náinn að vart kemur til greina annað en að þau
hafi verið saumuð á sama stað og um svipað leyti, jafnvel að þau
séu frá sömu hendi (4. og 5. mynd).11
Af heimildum má sjá að í biskupstíð sinni lagði Jón Arason Hóla-
kirkju til sex eða sjö refilsaumuð altarisklæði,12 — þeirra á meðal
þá sennilega biskupaklæðið — auk þó nokkurra annarra útsaum-
aðra kirkjuklæða sem trúlega voru íslensk verk. Má þar meðal
annars nefna refilsaumuð tjöld um allan kór kirkjunnar, tjald
með borusaumi, altarisklæði með krosssaumi og altarisvængi, tvenna
með sprangi og eina með borusaumi.13 Svo vill til að varðveist hefur
próventubréf Helgu Sigurðardóttur, fylgikonu biskups, frá árinu
1526, þar sem meðal annars segir að biskup Jón hafi mælt svo fyrir
að Helga „skylldi savma heilagri hola domkirkiv m hweriw are til
.x. avra. Medan hvn wæri til fær.“14 Samkvæmt handritum af Búa-
lögum frá seinni hluta 15. aldar og síðar, jafngiltu tíu aurar verði
á íslensku áldæði.1 r> I próventusamningi frá Möðruvallaklaustri frá
um 1490 var konu nokkurri gert að sauma eitt áklæði ár hvert,10 og