Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 85
90
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
5. mynd. RefilsaumaS altarisklæði frá Hólum í Hjaltadal. Á því eru myndir
íslensku dýrlinganna þriggja, Guðmundar góða Arasonar, Jóns lielga Ög-
mundssonar og Þorláks helga Þórhallssonar. Frá öðrum fjórðungi 16. aldar.
Stierð: 100 X 180 cm. Þjms. 4.380 b. Ljósm.: Gísli Gestsson. — Altar frontal with
laid and couched embroidery from the cathedral church at Hólar in northern lce-
land, with pictures of the three holy bishops of Iceland: íhe beatified Guðmundur
Arason, and tlie sainted Jón Ögmundsson and Þorlákur Þórhallsson. Second
quarter 16tli century. Size: 100 X 180 cm. NMI 4380 b.
kostnad. Ef hvn villde.“17 Er að sjá sem hún hafi notfært sér
þessa heimild, því að dótturdóttir hennar, Þóra Tumasdóttir, mun,
líklega undir öldina miðja, hafa saumað tvo altarisvængi meðal annars
með myndum af helgum mönnum;18 ef til vill aðra vængina með
sprangi sem að framan voru nefndir. Samkvæmt áletrun á öðrum
vængnum saumaði hún þá til dýrðar Maríu guðsmóður; héngu þeir
enn i Hóladómkirkju á fyrri hluta 18. aldar,19 en eru nú glataðir.20
Athyglisvert er að í kvæði frá seinni hluta 16. aldar eftir Ólaf lög-
réttumann á Hafgrímsstöðum, bróður Þóru, er Helga talin hafa
borið af flestum konum á Islandi, ekki aðeins fyrir fegurð heldur
einnig hannyrðir:
sú Helga heita réð;
af flestum kvinnum frægðir bar,
fegurð og handnirð með,
á ísa láð þá öngri var
auðgrund meira léð.21