Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Side 90
GÍSLI GESTSSON
ELDHÚS í HÆÐUM í SKAFTAFELLI
Svo er sagt að á fyrri öldum hafi bærinn í Skaftafelli staðið niðri
á jafnsléttu, en þegar fyrst er vitað stóð hann steinsnar uppi í
brekkunni. Það var árið 1814 þegar Ebenezer Henderson kom þar,1
nú eru tóftir þessa bæjar að mestu horfnar, Skeiðará mun fyrst
hsjfa. grafið þær burt og síðan borið möl yfir staðinn svo að nú
sjásf aðeins litlar leifar af bakveggjum í brekkurótunum. I Skafta-
felli varð þríbýli og bæirnir standa í allt að 100 m hæð fyrir ofan sand-
inn, Bölti austast, Sel spölkorni vestar og efst og vestast Hæðir.
Árið 1818 byggði Brynjólfur Þorsteinsson sér tvö hús hátt uppi í
hlíðinni nokkru ofar en Hæðir standa nú og er talið að hann hafi þá
flutt í þau hús,- Þá var ekki byggð uppi í brekkunum, en sel frá
Skaftafelli mun hafa staðið þar sem bærinn í Seli stóð síðar. Brynj-
ólfur missti heilsuna og fluttist árið eftir, 1819, að Reynivöllum í
Suðursveit og bjó þar í nokkur ár, en húsin hafa líklega staðið ónot-
uð. Árið 1832 flutti Jón Bjarnason, mágur Brynjólfs, í Selið fyrstur
manna og var síðan búið í Seli þangað til árið 1946 að síðasti bóndi
flutti þaðan. Árið 1832 flutti Brynjólfur aftur að Skaftafelli og nú
reisti hann nýjan bæ uppi í brekkunni austan við eystra bæjargilið,
en hann dó árið 1835. Ekki var búið þarna til langframa og var
flutt þangað sem Brynjólfur hafði byggt húsin árið 1818. Óvíst er
hvenær þessi flutningur fór fram, „eftir því sem næst verður komist
árið 1867, en rituð samtímaheimild hefur engin fundist," segir Sig-
urður Björnsson frá Kvískerjum.3 Bærinn í Hæðum stóð á sama stað
og Brynjólfur valdi honum til ársins 1939, þá var hann fluttur
nokkru neðar í brekkuna þangað sem hann stendur nú.
Ragnar Stefánsson í Skaftafelli lýsir húsaskipan í gamla bænum
í Hæðum þannig í bréfi. dags. 10. nóv. 1978: „Bærinn í Hæðum sem
ég man eftir var að húsaskipan á þessa leið: Austast var smiðja, þá
autt bil ca 4 m, þá kom stofuhús með herbergjaskípan líkt og í Selinu.
Gengið var inn í gang og úr honum í gestaherbergi til hægri þegar
inn var komið, en göng í baðstofu til vinstri. Fyrir enda gangsins var