Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 93
98
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
2. mynd. Grunnmynd.
um 3 á'lnir hvort, en innsta stafgólfið var hálfu lengra eða um 4V&
alin (um 2,80 m). Hefur þá allt húsið verið um 101/2 alin eða nær
6,6 m að lengd. Breiddin var vart mikið yfir 4 álnir eða um 2.50 m.
Stoðir stóðu á steinum, en þó var heldur lágt undir bita, ekki yfir 1.70
m. Húsið var krossreist og því tæpir 3 m á hæð. Gaflhlaðið var
hlaðið upp að mæniás og þar ofan veggjahæðar var vindauga, sem
eldiviður var látinn inn um. Á framstafni var lítil þilþríhyrna yfir
vegg og þar var lítill gluggi ofan til á þilinu, varla hærri en 22 cm né
breiðari en 20 cm, ,,og bar litla birtu þegar hurðin varð að vera
lokuð vegna óveðurs,“ segir Jón Stefánsson. Dyr voru austast á fram-
gafli og var austurkampur þeirra beint framhald af austurvegg húss-
ins, hurðin var lítið yfir 1.40 m á hæð og um 0.70 m á breidd. Eins og
fyrr sagði stóðu allar stoðir á steinum; utan á þeim efst og felldar
í þær voru breiðar syilur, allt að 0.37 m og yfir stoðunum voru bitar
þvert yfir húsið. Á bitunum stóðu sperrur, sperruhornið 90°, blað-
skeyttar í toppinn og negldar með einum nagla. Numinn var burt
efsti toppur sperranna og þar lá mæniásinn, en innri endi hans lá
á gaflhlaðinu. Langbönd voru 4 og voru greypt í sperrukjálkana neðst
og í miðju, þau náðu einnig inn á gaflhlað. Á langböndum og mæniás
lágu raftar og yfir þeim var venjulegt helluþak. „Strompurinn var
fremur ómerkilegur kassi, negldur saman úr einþumlungs þykkum