Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 96
ELDHÚS í HÆÐUM í SKAFTAFELLI
101
nálægt 11 X 13 cm, á tveimur af þessum stoðum eru göt eftir hæla,
semnotaðir voru til að rekja uppistöðu í vef.
Syllur, liklega báðar, allt að 37 cm breiðar.
Bitar 3, lengd um 2.10 m, mælingin ónákvæm og ef til vill hefur
verið sagað af endum.
Hótréð, sagað í sundur um aðra raufina og styttri endann sýnist
vanta. Sjá má að á milli raufanna hefur ekki verið minna en 60 cm.
Eitthvað er til af sperrukjálkum, en ekki víst hve margir.
Eftir þessari lýsingu og trjám þeim úr eldhúsinu, sem enn eru til
ætla ég að megi gera sér góða mynd af því og ennfremur að unnt sé að
endurbyggja það svo að sáralitlu muni frá því sem var áður en það
var rifið árið 1922.
1) F.benezer Henderson, Iceland etc. I—II, Edinburgh 1818, bls. 262—263.
2) Það er ályktun en hvorki sög-n né samkv. öðrum heimildum að Brynjólfur
hafi byggt tvö hús, en hafi hann búið í því húsinu sem síðar varð eldhús,
hlaut hann að byggja sér annað hús fyrir eldamennsku. En það er ekki heidur
alveg víst að hann hafi dvalist í húsinu þetta eina ár þó svo sé talið. Ragnar
Stefánsson hefur bent á að úr því hann hafi byg-gt sér hús á nýja staðnum
g-at liann talist bóndi þar þó hann dveldist fyrsta árið í gamla bænum.
3) Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu, 3. bindi, Reykjavik 1976.