Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 97
SIGURÐUR VIGFÚSSON
Gamli vinur, Fróni frá
fley að þessu sinni
færði mjer nú endann á
ævisögu þinni.
Stundum okkur það og það
þætti fara betur;
en hann Dauði á öðrum stað
endapúnktinn setur.
Sjálfsagt gat hann sögu stytt,
sem var meiri skaði,
en eitthvað gott þar ættland mitt
átti á hverju blaði.
Sá hefur látið ljúfri mund
líf og krafta sína
fyrir lof þitt, fósturgrund,
og frægðardaga þína,
Svo að ennþá yst við haf
allur heimur megi
sjá, hvar lifir Ijóminn af
liðnum frægðardegi,
Sem að ljós fx-á sögustól
sendir leingst úr geimi,
eins og björt og eilíf sól
yfir norðurheimi.
En er bugað hefur hann
hinsta feigðar raunin,
sem að þjóð til þakka vann,
þá er spurt um launin.
Það er næi'ri svo að sjá,
sem að fornurn auði
fylgi ennþá Fróni á
fátækt, mein og dauði.
Þótt hann marga rænti ró
ramma þjóð í haugum,
ekki fjell hann feigur þó
fyrir slíkum draugum.
Varla er hætt við hyski það
herji nú á dögum;
þar mun sæk i a annað að
í þeim fei'ðalögum.
Brjósti leingi höfðu hans
hrakníngs veður amað;
sá hefur líka fjanda fans
fleiri en Sigurð lamað.
Það er aungum för til fjár
að fara að brjóta hauga,
ef hann verður fatafár
að fást við slíka drauga.
Það var harrnur lýðs og lands
litla hjálp að spara,
er menn sáu að sagan hans
svona hlaut að fara.
Það er enduð saga sú,
svo er slíkt úr minni;
Sigurð ekki næðir nú
niðri í kistu sinni.
Meinleg örlög margan hrjá
mann og ræna dögum.
Sá er laungum endir á
Islendíxxga sögum.
Þorsteinn Erlingsson.