Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 99
104
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Slagi, slagar, slægjm'
Eins og' þeg’ar hefur komið fram, er heiti þessa glaðnings ögn
breytilegt, og er svo þegar í fornmáli. En elstu heimildir um hann
er að finna í heldur kaldranalegri frásögn af verkefni, sem Ólafur
konungur digri fékk nokkrum Islendingum fyrir orrustuna á Stiklar-
stað. Var það í því fólgið að drepa fyrrverandi stuðningsmann
konungs, Hrút af Viggjum, sem nú hafði snúist í móti honum.
Þessi sögn kemur fyrir í nokkrum gerðum Ólafs sögu helga og
sumum handritum Fóstbræðra sögu, en er ekki ætíð tengd sömu Is-
lendingum. Skal hér fyrst birt sýnishorn úr sögu Ólafs helga í Flat-
eyjarbók:
Síðan mælti konungur: „Það man ég, að Hrútur taldist vor vinur.
Vil ég, að Gissur og Egill Hallsson fari með gestasveit í mót Hrúti
og taki hann af lífi.“ Voru menn til þess fljótir. Þá mælti konung-
ur enn til Islendinga: „Svo er oss sagt, að það sé siður yðvar, að
bændur sé skyldir á haustum að gefa húskörlum sínum slagasauð.
Nú vil ég þar gefa yður hrút til sláturs." Þeir svöruðu: „Vel heldur
þú, konungur, á gleðiorðum til minnis ástvinum þínum.“ Hinir ís-
lensku voru þessa verks auðeggjaðir, fóru þegar að Hrúti með
öðrum mönnum. Var Hrútur drepinn og öll sveit hans. Tóku þeir
þar vopn og fé og skiptu með sér.1)
1 handritinu AM 142, fol. af Fóstbræðra sögu er frásögnin þannig:
Nokkrum dögum áður en bardaginn var, talaði kóngur við Þor-
móð og spurði, hvort það væri satt, að bændur í íslandi gyldi
slagar húskörlum sínum á haust. Þormóður kvað það satt vera.
„Hvern veg er það“, segir kóngur. Þormóður segir, að bóndi fékk
til einn sauð og skyldu allir hann hafa hans heimamenn. Kóngur
mælti: „Svo skuluni vér og gera. Far þú, Þormóður, og drep Hrút
af Viggjum, og geld ég yður hann í slagir.“ Þormóður gerði svo, að
hann drap hrútinn og þrjátíu menn með honum.2)
1 útgáfu Fóstbræðra sögu, Khöfn 1822, er á samsvarandi stöðum
rituð myndin slægiur fyrir slagar og slagir. En sú útgáfa er prentuð
eftir handritinu Ny kgl. sml. 1176, fol., sem skrifað var fyrir P. Suhm.
eftir AM 141, fol. Það handrit er mjög samhljóða AM 142, fol., enda
bæði skrifuð um 1700 af Ásgeiri Jónssyni, skrifara Þormóðs Torfa-