Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Side 100
TÖÐUGJÖLD OG SLÁTTULOK
105
sonar, eftir glötuðu handriti. En á spássíu þess er við þennan stað,
bls. 105, skrifað með annarri hendi svo sem til skýringar: slægna
giölld. 1 1176, bls. 217, er þó ritað slagar og slager einsog í meginmáli
141. Er því helst svo að skilja, að útgefandinn, Gunnlaugur Oddsson,
hafi breytt orðmyndinni við prentunina. Gunnlaugur var ættaður
úr Skagafirði og Húnaþingi. Er þessi breyting hans þá í samræmi við
það, að orðmyndin slægjur virðist a.m.k. á síðari öldum vera ráðandi
allstaðar á landinu nema í Skaftafellssýslum og á Austurlandi.3)
önnur frásögn um sömu orrustu, sem einnig minnist á slaga, er í
helgisögunni um Ólaf konung í DG 8, fol. í Háskólabókasafninu í
Uppsölum:
Gissur hinn svarti mælti: „Það er títt“, sagði hann, „með oss að
heimta slagar og vinna til. Hvað geri ég það til, herra, er þar til
megi metast?“ Konungur svarar: ,,Menn standa ígegnvert þér
tveir, og er annar ramari að afli. Og frý ég þér eigi, ef þú fellir þá.“
Gissur slær undan öðrum fótinn, en annan drap hann, áður en
bardaginn væri.4)
Næst rekumst við á fyrirbærið slægjur í Bekrarímu eftir sr. Eirík
Hallsson í Höfða við Eyjafjörð (1614—1698). Þetta er gamanríma
um hrútlamb, sem síra Eiríkur sendir Þorvaldi í Hrísey. Lýsir
bekri ágæti sínu og hvert frálag muni í sér verða á sínum tíma.
Handritið, IB 155, Bvo, er raunar ekki skrifað fyrr en um 1830, en
rímsins vegna er vart um aðra orðmynd að ræða:
Vinnuhjúin verða glöð af vænum slægjum
og með sér gefa á mörgum bæjum.5)
Þá er að geta um þulu eina, sem stundum er kölluð Næturgisting
á Skaga, eða Mögu-þula. Þar mætir sögumaður öðrum vegfaranda, sem
ber sauðkind á baki. Þulan er til í fjölmörgum handritum, en einna
elst mun vera Lbs. 450, 8vo, skrifað um 1750 og talið með hendi Jóns
Egilssonar á Vatnshorni:
„Hver er“, spyr ég, „þessi þyngsla draga?“
„Það er“, segir hann, „ær og heitir Maga.
Hún á að skerast handa oss í slaga
svo hennar fáum beinin um að naga“.°)