Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Qupperneq 101
106
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
I áðurnefndu handriti er þulan eignuð Hallgrími Jónssyni Thor-
lacius (1679—1736), sem lengst var sýslumaður í suðurhluta Múla-
þings, en áður skólameistari á Hólum. 1 Lbs. 709, 8vo, bls. 295—97, er
hún talin vera eftir sr. Brynjólf Halldórsson í Kirkjubæ í Hróars-
tungu (1636—1737). Oftast er hún þó eignuð sr. Hallgrími Péturssyni
(1614—74) og tekin upp í Nokkur ijóðmæli hans, Rvík 1885. En mjög
er hæpið, að það sé rétt feðrun, enda öldungis órökstudd. Hinsvegar
getur þulan ekki verið yngri en frá fyrra hluta 18. aldar.
Eggert Óiafsson getur einnig um slægnalamb í ferðabók þeirra
Bjarna Pálssonar, og er það í lýsingu Kjósarsýslu:
Foruden bellige Dage tages ogsaa i Agt andre Dage i Aaret, da
man skal have Forandring i Spiisen. Naar Hoeslætten er ude, giver
hver Huusfader sine Folk et Faar eller godt Lam, kaldet Slægna-
Lamb, hvoraf dem bliver tillavet et godt Maaltid.7)
Hér hafa nú verið rakin nokkur dæmi frá 17. og 18. öld. Óviss-
ara er hinsvegar um atriði eitt í sakamálasögunni Magnúsar þáttur
og Guðrúnar eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili, sem birtist fyrst
í Sögusafni Þjóðólfs VI. árið 1893. Saga þessi er byggð á sönnum
viðburðum frá fyrstu árum 18. aldar. Þar segir m.a. um viðburði
dagsins 12. september 1704:
Morguninn eftir slátraði Þorsteinn lambi í slægjurnar. Svo var
farið að hirða um heyið.
Var nú gengið til baðstofu og setzt að mat, borðað slátur, brauð
og kjöt; var ekkert til sparað að veita sem bezt, því að slægjurnar
voru fyrrum mikil hátíð hér á landi, engu síður en töðugjöldin.
Síðan fóru þeir út, piltarnir, til þess að þekja heyið og ganga
frá því.8)
Jónas segir í eftirmála, að fjórði kafli sögunnar, sem þetta er tekið
úr, sé saminn nákvæmlega eftir réttarprófum, en samhengi komið í
það. Einnig er stuðst við þjóðsagnir og munnmæli úr Eyjafirði, þar
sem atburðirnir gerðust.9)
Ekki er fullvíst, hvaða gögn Jónas hefur haft undir höndum, en í
Þing- og dómabók Evjafjarðarsýslu, þar sem gangi málaferlanna er
lýst, kemur atvikið um slægjurnar ekki fyrir.10) Er því líklegast, að