Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 102
TÖÐUGJOLD OG SLÁTTULOK
107
hinn þjóðháttafróði höfundur hafi aukið þessu atriði inn til bragð-
bætis. Við þetta er þó það e.t.v. að athuga, að umrædd hjón eru látin
vera bláfátæk með aðeins fjóra fullorðna í heimili auk tveggja ung-
barna og slátra þó lambi af þessu tilefni. 1 annan stað er látið svo
sem töðugjöld hafi verið algeng hátíð á þessum tímum, en það stang-
ast á við niðurstöður þessarar könnunar.
Frá 19. öld er fyrsta heimild um engjagjöld líklega í ferðabók
skoska aðalsmannsins Mackenzie frá 1810. En hann segir svo frá,
eftir að hafa minnst á annan glaðning, sem lilýtur að vera töðugjöld:
When the whole hay-harvest is finished, another feast takes
place, when a fat sheep is killed. Though neither dancing nor sing-
ing are called in aid, these feasts are chearful and merry.11)
Frá seinni hluta 19. aldar eru til nokkrar heimildir um slaga eða
slægjur í ýmsum landshlutum. Ein hin elsta þeirra er í grein í blaðinu
Norðra á Akureyri 30. apríl 1860, þar sem rætt er um sumardaginn
fyrsta og fleiri hátíðisdaga:
Þá koma nú töðugj öld eftir túnaslátt og slaginn eða slægurnar eftir
sláttarlok.12)
Næst er að nefna frásögnina um glaðninga í sambandi við slátt-
inn í þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1864:
Þá er liinn þriðji glaðningur og heitir hann slægjur. Svo stendur
á þeim að þegar bóndinn er búinn að ná inn öllu heyi sínu á haust-
in eða alhirða útengi og er hættur við slátt það sumar sker hann
kind heldur væna, en þó fer það eftir því hvað margt fólk hann
heldur því sumstaðar nægir til þess lamb og því er kallað „slægna-
lamb“, þar sem sumstaðar veitir ekki af tveim kindum vænum;
(Neðanmáls: Heyrt hef eg að Magnús konferenzráð í Viðey hafi
jafnan látið skera tvær vænar kindur í slægjurnar) lætur hann
svo sjóða kindina upp úr skinni, en þó er það sumstaðar siður að
hvorlíi er til þess hafður innmatur né svið sem er þá nýtt og neytt
seinna, og skammta ketið öllu fólkinu í minningu þess að slættinum
er aflokið. Slægjur held ég hafi verið miklu tíðari á Suðurlandi en
Norðurlandi og víst er um það að þær eru hvergi nærri orðnar eins
almennar nú og töðugjöldin, en ná þó til allra heimamanna þar sem
þær tíðkast á annað borð.13)