Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 103
108
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þá segir svo í sagnaþáttum Guðmundar frá Húsey, sem miðast við
ÚÞHérað í Norður-Múlasýslu á tímanum 1870—80:
Aðra glaðningu fengu menn í lok heýskapar. Var það kallað
„að gjalda slægjuna". Oftast var það ekki fyrr en um það leyti,
sem fjallgöngur byrjuðu, en þá var búið að ná í hressingu úr kaup-
stað, því að umferð var þá mikil og margir að heiman.14)
Þorvaldur Thoroddsen skrifaði „nokkrar uppteiknanir um búnaðar-
hætti o.fl. frá árunum 1882—1887“. Hin fyrsta, sem þetta atriði
varðar, er úr Ölfusi, Grafningi og Þingvallasveit 1882, og er heim-
ildarmaður Ögmundur Sigurðsson:
Töðugjöld eru vanalega Iiöfð í 17. viku sumars í lok túnasláttar,
veitingar, rúsínuvellingur, steik, sætt kaffi eða chokolade, toddy
eða brennivín. Túnasláttur byrjar í 12. viku sumars, engjasláttur
endar vanalega 21 viku af. I sláttarlok eru hldnar slægjur,
slátrað góðri kind og veitt brennivín og toddy.15)
Næsta uppteiknun er úr Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu 1882, og
segir Jón Jóakimsson bóndi á Þverá stutt og laggott:
Töðugjöid og slægjur óvíða.10)
Þriðja uppteiknun er frá Fljótsdalshéraði 1882, og heimildarmaður
er Páll Vigfússon á Hallormsstað:
|!rr| f í M I
Töðugjöld eru höfð, slægjur, sem hjer heita slægi, afteknar.17)
Heimildarmaður um Skaftafellssýslur 1883 er Árni Gíslason, sem
ólst aðallega upp í Húnavatnssýslum, en var sýslumaður Skaftfell-
inga 1851—79 og sat lengst á Kirkjubæjarklaustri:
Á sumrum gera menn sjer tilbreytingu við lok túnasláttar og
engjasláttar, og hafa bæði töðugjöld og slægi (sem ekki er kallað
slægjur).18)
Uppteiknunin um Barðaströnd er gerð 1886, og er heimildarmað-
ur Jósías Bjarnason bóndi í Haga: