Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 104
TÖÐUGJÖLD OG SLÁTTULOK
109
I töðugjöld er hafður grautur og ýms tilbreytni, í slægjur á
Mikaelsmessu nýtt kjöt, þær tíðkast aðeins hjá eldra fólki.10)
Loks er svo greint frá Hornströndum 1886 eftir sögn bænda í
Reykjarfirði við Geirólfsgnúp, á Bjarnarnesi og víðar:
Töðugjöld og slægjur hafa menn hjer sem víða annarsstaðar, en
sumsstaðar er það siður, að tveim og tveirn saman er gefin kind í
slægjur að haustinu.20)
Þessu næst skal tíundað hvað Sigfús Sigfússon (1855—1935) hefur
um slagann að segja í kafla, sem hann nefnir Dngnaðargleöjur
(verknaðargleðjur):
Slaginn svokallaði var almenn dugnaðar- og þakkargleðja,
líkur töðugjöldunum. Töðugjöldin voru ætíð goldin, þegar búið
var að hirða töðuna, en slaginn, þegar það seinasta var hirt af
útheyinu, og féll hann löngum saman við gestafilhöld um göng-
ui-nar.21)
Anna Aradóttir frá Þverhamri í Breiðdal segir svo frá í nrinn-
ingunr sínum, sem aðallega miðast við síðasta tug 19. aldar:
Þegar útheyskap var loltið, þá var haldinn „Slaginn“, álíka
veizla og töðugjöldin. Ekki var veitt vín í þessurn heimilisveizlum,
og virtist enginn sakna þess. Ég vissi aldrei um neina verulega vín-
neyzlu í Breiðdal, þar sá ég varla drukkinn mann.22)
Frá Vestfjörðum höfum við svolítið sérstæða lýsingu á slægjum.
Guðmundur Eiríksson hreppstjóri segir svo frá aldarhætti í Önundar-
firði á 19. öld:
Að haustinu fékk hvert hjú kind, kvenfólk lamb, en karlmenn
veturgamla kind. Þetta var kallað ,,slægjur“. Úr því var vana-
lega gjörð villibráð, sem kölluð var. Hún var þannig til búin, að
kjötið var soðið, þar til hægt var að smokka beinunum úr því. Svo
lagt sjóðandi niður í dall eða fötu, með lögum feitt og niagurt, og
helt feitinni, sem rann af kjötinu milli laganna. Síðan pressað eins
og liægt var, helt svo yfir legi af mörfloti. Þetta geymdist ágæt-
lega í köldum húsum fram eftir öllum vetri.23)