Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 106

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 106
TÖÐUGJÖLD OG SLÁTTULOK 111 að Þorgils hafi verið mikill áhugamaður um félagslíf og allur færst í aukana, eftir að fundarhús var reist fyrir sveitina árið 1897: Sérstaklega var honum það áhugamál, að haldinn væri „slægju- fundur" á haustnóttum, eins konar uppskeruhátíð. Stundum gekkst hann fyrir slíku hátíðahaldi einn eða með öðrum. Þegar honum tók að þyngjast fóturinn til þessa, brýndi hann þá, sem yngri voru, til forgöngunnar. í sveitarblöðum hinna seinni ára vék hann oft að þessu efni, og stundum ritaði hann um það sérstakar hvatningargreinar. Þeir frændur, Jón Þorsteinsson og hann, áttu drýgstan þátt í því að setja sérstakan menningarblæ á þessa mývetnsku skemmtifundi, er um skeið þóttu bera af sambærilegum samkomum bæði vegna skemmtiatriðanna og þess, hversu frjáls- mannlegt bragð var að fólkinu, er þar kom til að skemmta sér.2G) Þorgils hefur reyndar sjálfur skýrt frá upptökum þessa nýmælis í blaðinu Mývetningi árið 1910, og er einfaldast að gefa honum orðið: Hvernig nú fer fyrir okkur, má hamingjan góða vita, en vilja hef ég til þess að segja satt frá því atriði, sem hér verður drepið á. Það eru slægjufundirnir. Fyrir fullum hálfum þriðja áratug brauzt um í huga mínum vilji til þess að koma á almennum og sameiginlegum fagnaðardegi fyrir Mývetninga — eins konar uppskeruhátíð í harðbýlli fjalla- sveit. Ekki áburðarmikilli né veitingadýrri, — en glöð og frjáls- mannleg vonaði ég, að hún yrði. Eftir að þinghús sveitarinnar var byggt, fór ég fyrir alvöru að dorga eftir fylgi manna og samvinnu; auðvitað þeirra beztu manna, sem ég trúði helzt til þess að auka gildi slægjufundanna og gefa þeim líf og litu góða. Með samráði og liðveizlu þeirra komst fyrsti slægjufundurinn á, og hafði ég beztu vonir um fylgi manna og festu við þá. En ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið, það kom síðar í ljós. Ég hafði hugsað, að slægjufundir yrðu haldnir á hverju hausti eða öndverð- an vetur, en félagar mínir svona við og við, eftir góðæri og arð- vænlegt árferði. Þeirra hugur snerist að öðrum málum, stærri og víðtækari, svo að fylgið dvínaði. Ég varð að ná í aðra forgöngu- menn, og það heppnaðist. — Þannig hafa slægjufundirnir hraslazt áfram, og þó slitróttari en ég hafði vonazt eftir. Forgöngumennina var erfitt að fá. Unga fólkið hallaðist eindregið að þeim og meiri-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.