Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 109
114
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Fleiri heimildir geta þess, að slægjufundirnir hafi þróast upp í
slæg'j ud.ansleiki.3 2) Auk þess má geta einskonar menningarfréttar,
sem birtist í Nýju kirkjublaði 1913. Ritstjóri þess var Þórhallur
Bjarnarson biskup:
Slægjur e8a sviSamessa
Nýjum gróðri skýtur altaf upp í þjóðlífsakrinum og fæstir taka
eftir því. Löngu seinna, ef vaxtar verður auðið, fer svo einhver
hnýsinn náungi að grafast eftir, hvaðan það og það sé runnið, og
er þá gott fyrir hann að geta gengið að því í prentaðri skræðu á
Landsbókasafni.
Tveir kunningjar mínir, hvor í sínum dalnum, skrifa mér ný-
ung úr Þingeyjarsýslu. Báðir rita um veturnætur:
„Ég er að fara á slægjufund eða Sviðamessu að Garði, og á að
halda ræðurnar." Lengra er það ekki hjá honum.
Hinn ritar rækilegar, daginn eftir Sviðamessuna í sínum dal:
„Það var haldin vökunótt hér í þinghúsinu, bæði af ungum og
gömlum, til að kveðja sumarið, og kalla þeir það slægjur. Er þá
reynt að hafa skemmtanir eftir föngum, ræður, söng, dans o.fl.
Þetta er orðið hér nokkurra ára venja hjá okkur Suður-Þingeying-
um, byrjuðu Mývetningar á þessu eftir að þeir bygðu þinghúsið;
svo tóku aðrir það eftir og þykir fara vel. Þó eru þeir altof fáir
sem stíga í ræðustólinn. Það verða oftast sömu mennirnir sem
altaf láta til sín heyra. Að þessu sinni var lesinn upp draumur
Hermanns um Njálu, og þótti góð skemmtun.*33)
Ekki verður þess vart, að slægj ufundir fyrir heila sveit hafi breiðst
út fyrir Þingeyjarsýslur, nema helst í Svarfaðardal í Eyjafirði. Þar
rámar einstaka mann í það, og árið 1953 efndi Búnaðarfélag Svarf-
dæla til mannfagnaðar í þinghúsi sveitarinnar og nefndi slægjur:
Skemmtiatriði voru mörg, ræður, upplestrar, myndasýningar og
dans. Þar var og á borð borin allvæn rjómaterta, sem á var letrað
Slægjur 1953. Og í henni stóðu hrífa og orf með ljá. Flest árin síðan
hefur Búnaðarfélagið haft framkvæmd að slíkum mannfagnaði.34)
Þá má geta þess, að Eyjólfur Guðmundsson lætur í skáldsögu sinni,
Hlíðarbræður, félagsfólk halda skemmtun í sláttulok:
Það skyldi heita „ Slaginn". Það var líka til hressingar, áður en
lagt var upp í afréttinn.