Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 110
TÖÐUGJÖLD OG SLÁTTULOK
115
Á skemmtun þessari eru svo rædd nauðsynjamál og samskot til
bágstaddra, en á undan og eftir er hljóðfæraleikur og síðast dans.35)
Eyjólfur var fæddur 1870 og dvaldist nær alla ævi í Mýrdal. Ekki
er kunnugt um slíka slagadansleiki þar um slóðir úr öðrum heimild-
um, en slagagjöldin héldust hinsvegar lengst við í Skaftafellssýslum
báðum, einsog brátt mun sýnt.
*
Þj óðháttadeild Þjóðminjasafnsins hefur tvívegis sent út spurn-
ingaskrár, þar sem meðal margs annars er leitað eftir heimildum um
töðugjöld og slaga. önnur var send út haustið 1971 og fjallaði um ým-
iskonar aðbúnað og viðurgerning fólks um heyskapartímann, en hin
vorið 1975, þar sem spurt var um hátíðabrigði fólks almennt.
Við þessum skrám bárust samtals um 270 svör og um 240 þeirra
veittu einhverskonar upplýsingar um áðurnefnd atriði í annarri
hvorri skránni eða báðum. Elsti heimildarmaðurinn var fæddur 1878,
hinn yngsti 1932. 56% voru fæddir fyrir aldamót. 57% á árabilinu
1893—1904, en 93% á mannsaldrinum 1882—1912. Itrekað skal, að
talsvert margir sendu svör við báðum skránum, og var annað stund-
um fyllra en hitt.
Niðurstöður þessara svara eru mjög í samræmi við eldri heimildir
svo og þróun landbúnaðar síðustu hundrað ár. Tún fara stækkandi,
en engjaheyskapur minnkar hlutfallslega. Þess vegna dregur úr
hátíðahöldum við lok hans, nema að því leyti sem þau falla saman
við göngur og réttir. Lengst haldast þau í Skaftafellssýslum, þar sem
slaginn var rótgrónastur. I sem stystu máli lítur myndin þannig út:
Á Vesturlandi frá Gullbringusýslu til Dalasýslu virðast slægjur nær
óþekktar. Undantekningar eru þó í einu svari úr Norðurárdal í Mýra-
sýslu (ÞÞ 2790) og öðru svarinu, sembarst úr Kjósarsýslu (ÞÞ 3825).
Merkilegt er, að hið síðarnefnda kemur einmitt heim við frásögn
Eggerts Ólafssonar um sömu sýslu tvö hundruð árum fyrr. Og þetta
er ekki eina dæmi þess, að menn hafi verið með fastheldnara móti á
gamlar venjur, t.d. fráfærur, í sjálfri Kjósinni þrátt fyrir nábýlið
við höfuðstaðinn.
Á VestfjarSarlcjálkanum öllum lætur hins vegar nærri, að helmingur
aðspurðra karmist við slægjur og slægnalamb, slægjugjöld eða hey-
gjöld. Einkum á þetta við um Vestur-Barðastrandarsýslu og Stranda-
sýslu, en er samt þekkt í flestum sveitum.
I Húnavatnssýslum og Skagafirði virðist sláttuloka einkum minnst