Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 111
116
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
í tengslum við göngur og réttir, og þar er lítill munur gerður á töðu-
gjöldum og engjagjöldum.
Um Eyjafjörö er svipaða sögu að segja, en þó vottar þar öllu meir
fyrir sérstökum slægjugjöldum eða slægnakaffi.
I Þmgeyjarsýslum er svipað uppi á teningnum og í Eyjafirði, en
að auki eru áðurnefndir slægjufundir eða slægjudansleikir mönnum
minnisstæðastir.
1 Múlasýslum báðum hefur verið talsvert um slaga. Hann er þó á
undanhaldi, og gætir sömu tilhneigingar og á Norðurlandi að hafa
aðeins eina veislu að heyskaparlokum.
Skaftafellssýslur eru sem áður sagði heilsteyptasta svæðið, sem
heldur undantekningarlítið fast við slagann.
I Rangárvallasýslu er ástandið nokkuð svipað og í Múlasýslum, en í
Árnessýslum verða slægjugjöldin aftur mun sjaldgæfari, þótt ein-
staka bæir hafi enn haldið fast við þau, einkum í uppsveitum.
Tööugjöld, túngjöld
Eins og getið er um í upphafi þessarar greinar, munu töðugjöldin
vera mun seinna til komin en heygjöldin í sláttulok af þeirri einföldu
ástæðu, að túnrækt var hér afar lítil fram eftir öllum öldum. Enda er
látið sem það gegni nokkurri furðu í Njáls sögu, að hann lætur aka
skarni á hóla.36) Það er naumast fyrr en eftir setningu jarðræktar-
laganna 1776, sem túnrækt hefst að nokkru marki og þó býsna hægt í
fyrstu og helst á höfðingjasetrum.37)
Það er í samræmi við þessar aðstæður, að elsta heimild um töðu-
gjöld, sem enn hefur rekið á fjörurnar, er tengd árinu 1801. Er það í
erindi, sem nefnist Um tööugjöld í Krossavík Anno 1801, eignað Jó-
hannesi Árnasyni (1786—1856). Hér er trúlega átt við Krossavík í
Vopnafirði, en um þetta leyti bjó þar Guðmundur Pétursson sýslumað-
ur, sem í íslenskum æviskrám er sagður hafa verið „drykkjumaður
og þá oft hávaðasamur“. Ijagboðinn við erindið er: I Babýlon við
vötnin ströng:
Töðugjöldin, sem gengu hér,
gjörðu lystuga rekka.
I þeim var hunang, einnin smér
og ákavít nóg að drekka.
Ónbrauð og strjúginn artugar
fyrír ýta báru jómfrúrnar.