Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Qupperneq 112
TÖÐUGJÖLD OG SLÁTTULOK
117
Bragnar offullir urðu.
En yngi smeyj arnar, ei er spé,
örmag-na fengu lífsýke.
Réttirnir grand það gjörðu.38)
Næstelsta heimild um töðugjöld er líklega áðurnefnd frásögn í
ferðabók Mackenzies frá 1810 (bls. 107), en þar segir svo um þetta
atriði:
As soon as the hay around the house is secured, the farmers
give a feast, or harvest-home. This is a supper of which the chief
delicacy is porridge, made of meal of some sort, and rnilk.39)
Er hér ugglaust kominn hinn vinsæli grjónagrautur, sem löngum
virðist hafa verið einn helstur hátíðaréttur á 19. öld, enda kornmatur
þá enn fremur sjaldfenginn.
Þriðja heimildin, sem gæti verið frá fyrra hluta 19. aldar, er því
miður ekki nógu traust enn sem komið er. En hún segir frá töðugj öld-
um hjá Bjarna amtmanni Thorarensen á Möðruvöllum og hljóðar svo:
Bjarni amtmaður Thorarensen hafði það til siðs að halda heim-
ilisfólki sínu tvo tyllidaga á hverju ári. Annan hélt hann jólanótt-
ina, en hinn daginn, sem tún hans voru alhirt. Sat þá allt við sama
borð, amtmaður og heimilisfólk hans. Vantaði þá hvorki mat né
mungát né skemmtilegar orðræður. Var sagt, að kvenþjóðin hefði
mátt gjalda varhuga við að verða ekki svinkuð.40)
Sagan er annars bundin við Kláus Bergsteinsson, drykkfelldan
vinnumann Bjarna, sem samkvæmt henni á að hafa dáið daginn
eftir töðugjaldaveislu. Kláus þessi dó reyndar á Möðruvöllum 17.
ágúst 1835, og gæti sú dagsetning vel átt við alhirðingu túns.41)
1 Rauðskinnu er sagan sögð vera eftir handriti Jóns Borgfirðings,
en útgefandi hennar, sr. Jón Thorarensen, kveðst hafa fengið hana
frá Guðna Jónssyni, síðar prófessor. Svo illa vill til, að ekki hefur
tekist að finna handritið sjálft í Landsbókasafni, hvorki í blöðum
Jóns Borgfirðings né plöggum frá Guðna Jónssyni. Jón Borgfirð-
ingur var hinsvegar á Akureyri 1854—65 og aftur 1894—1904, og
því ekkert ólíklegt, að hann hafi heyrt þessa sögu aðeins tuttugu
árum eftir að hún á að hafa gerst.
Örugga má hinsvegar telja heimildina í Redd-Hannesarrímu Stein-