Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Síða 113
118
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
gríms Thorsteinssonar, sem hann orti á skólaárum sínum kringxim
1850. Þar segir svo:
Leggist nú allir á eitt
svo unnið að heyinu verði,
ykkur sómir það síst,
er sárindi húsbóndann kvelja
lötum í ljósgrænum bekkjum
að liggja með órum og galsa,
viti það allir, að eg
þá alhirt túnið við höfum,
töðu mun gefa gjöld,
gómtama fæðu og holla,
grjóna hnausþykkan graut
í greyptum, laggsterkum öskum
og kökur, sem eins stórar eg
aldregi gert hefi síðan
eg austur í orlof mitt fór;
ekki mun smjör heldur vanta.42)
Steingrímur var fæddur á Arnarstapa á Snæfellsnesi 1831, þar
sem faðir hans var amtmaður til 1849.
Frá svipuðum tíma eru endurminningar Árna Sigurðssonar úr
Breiðdal, sem miðast við árin 1849—57. Þar er getið um töðugjalda-
daga og töðugjaldagraut, en samfelldasta frásögnin er þessi:
Þegar taðan var öll komin undir þak, voru gefin töðugjöld. All-
víða var haft hangið kjöt, sumir slátruðu kind, helzt vankakind,
ef til var, og höfðu nýtt kjöt; svo var og gjörður grjónagrautur úr
tómri mjólk og látnar í hann rúsínur, líka var gefið sætt kaffi og
lummur með og í staupinu, brennivín, öllum sem vildu; og það
vildu oftast allir.43)
Næst er að geta um hina stuttorðu heimild í blaðinu Norðra 1860
(sbr. bls. 107), en síðan kemur lýsing Jóns Árnasonar í þjóðsögunum
1864:
Annar glaðningurinn eru töihigjöldin, sem húsbændui' veita hjú-
um sínum í minningu þess að búið er að alhirða töðu af túnum
á sumrin nær sem það er, ýmist sama daginn sem túnin eru hirt