Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Qupperneq 114
TÖÐUGJÖLD OG SLÁTTULOK
119
eða næsta sunnudagsmorg-un þar á eftir. Þessi glaðningur er eins
konar umbun handa hjúunum fyrir aðstoð þeirra og atorku við
vallarsláttinn og er víðast hvar í því fólginn að gerður er hnaus-
þykkur grjónagrautur og gefinn öllum heimamönnum með sméri
út í eða sírópsmjólk út á sem sumum þykir enn meira hnossgæti.
Grauturinn heitir „töðugjaldagrautur". Sumir hafa þó hangið ket
til töðugjaldanna. Töðugjöld eru enn almenn hér á landi.44)
1 Sagnaþáttum Guðmundar frá Húsey, sem miðast við Út-Hérað
Norður-Múlasýslu 1870—80, er þannig sagt frá:
Töðugjöld voru sjálfsögð veizla um þær mundir, er lokið var við
að hirða inn töðuna; væri því lokið snemma dags, þá var ekki unn-
ið meira þann dag. Þá var tínt til það bezta, sem til var í búrinu og
oftast haft dálítið í staupinu.45)
Ljóst er að um þetta leyti eru töðugjöld og hinn ómissandi töðu-
gjaldagrautur orðin svo víðkunn, að t.d. Benedikt Gröndal þykir
ekkert áhorfsmál að nota hann í líkingamáli, þegar hann er að
skammast út í blaðið Þjóðólf í eigin blaði, Gefn 1872, fyrir að út-
vatna gamlar hugmyndir hans um hagi Islands, sem áður hefðu
verið forsmáðar einsog fyrri daginn:
En nú, þegar einhver af hans „útvöldu kerum” verður til að
sjóða sinn vatnsgraut upp úr vorum töðugjaldagraut, þá er allt
gott; þá fer Þjóðólfur loksins að vera „fornúftugur" á sínum
elliárum.40)
Næstar að aldri mundu vera áðurnefndar uppteiknanir Þorvalds
Thoroddsen frá 1882—86 um Ölfus, Grafning, Þingvallasveit, Laxár-
dal í Suður-Þingeyjarsýslu, Fljótsdalshérað, Skaftafellssýslur,
Barðaströnd og Hornstrandir (sbr. bls. 108). Á öllum þessum stöðum
eru töðugjöld við lýði, nema óvíða í Laxárdal.47)
Frá líkum tíma er bréf frá Halldóri Bjarnasyni stúdent í Kaui>
mannahöfn til sr. Eiríks Briem á Höskuldsstöðum í Austur-Húna-
vatnssýslu, sem verið hafði lærifaðir hans. I broti úr því virðist gert
ráð fyrir töðugjaldaveislu með áfengisveitingum. Bréfið er skrifað
29. september 1887:
En eg er líka viss um, að ef maður hefði peninga og ekki tóma
buddu, skuldabyrði á baki og rukkator í hverjum kima, þá hefði