Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Síða 115
120
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
maður lykilinn að Hafnar-himnaríki, nota bene ef maður lítur ekki
rang’eygðum goodtemplaraaugum á umheiminn, en nikkar vina-
lega að toddíkollunni og lofar guð fyrir „tárið“ og gamla Nóa fyrir
að hafa brotið ísinn og bindindið, eins og eg hugsa mér húskarlar
þínir hafi gjört töðugjaldadaginn.48)
Þá skrifar Sigfús Sigfússon þannig í kafla sínum um dugnaðar-
gleðjur eða verknaðargleðjur (sbr. bls. 109) :
Enn má heita að haldist venjan að gefa tödugjöldin. Er þá enn
haldin talsverð veizla á sumum myndarheimilum. Þá er á borðum
nýtt ket og reykt og saltað og margs konar sælgæti, þar á meðal
vín, meðan mátti, til að auka fjör og gleði.49)
1 áðurnefndum minningum Önnu Aradóttur frá Þverhamri í Breiðdal
segir hún svo frá töðugjöldum (sbr. bls. 109):
Taðan er þegar hirt og töðugjöldum lokið. Það var heilmikil
veizla. Kind var slátrað til hennar og bakaðar fínar kökur. Allir
voru glaðir og nutu með ánægju þess, sem húsbændurnir veittu,
enda fannst sumum af hj úunum þau vera eins mikið að vinna fyrir
sig sjálf eins og húsbændurna.50)
Eins og áður er að vikið, bregður orðinu túngjöld fyrir í sömu
merkingu og töðugjöld, en virðist þó einvörðungu bundið við Suður-
land, þ. e. Árnes- og Rangárvallasýslu. Þetta sést þegar í endurminn-
ingurn Jóns Pálssonar, sem miðast við bæinn Syðra-Sel í Stokks-
eyrarhreppi, þar sem Jón fæddist 1865 og foreldrar hans bjuggu til
1887:
Á aðfangadag jóla eða það kvöld var hafður grj ónavellingur með
kanel, rúsínum og sykri — þannig var á fyrsta sumardag og
daginn sem túngjöldin voru, en aldrei endranær.51)
Túngjaldagrautur er einnig notaður í líldngamáli í blaðinu Bjarka
á Seyðisfirði 1897. En það er reyndar Fljótshlíðardrengurinn Þor-
steinn Erlingsson, sem er ritstjóri þess, f. 1858. Sagt er frá upp-
lestri Guðmundar skálds Friðjónssonar, m. a. á sögu sinni, Útbygg-
ingin: