Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Qupperneq 117
122
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
alhirt var eða næstu helgi á eftir. Virðist það sumpart hafa farið eftir
aðstæðum hverju sinni, t.d. hvort hirðingu var lokið snemma dags eða
seint, en eínnig hefur það verið einstaklingsbundið. Bregður því jafn-
vel fyrir, að talin er níska að gefa ekki sérstakt frí vegna töðu-
gjalda, heldur geyma þau til næstu helgar.50) Helst er það í Skaga-
firði og Austur-Húnavatnssýslu, sem það sýnist nánast regla að
hafa töðugjöld sama dag og alhirt er af túni.
Öllu meiri svæðamunur er á því, hversu mikið er lagt í töðugjöldin.
Á Vesturlandi frá Gullbringusýslu til Austur-Barðastrandarsýslu er
víðast látið nægja að gefa gott kaffi eða súkkulaði með lummum,
kleinum, pönnukökum og öðru góðu meðlæti. Rúsínugrautur er einnig
nefndur sumstaðar. Meira tilhald er þó á Snæfellsnesi, því að þar er
víða slátrað kind eða kálfi og farið í leiki eða útreiðartúra. Því síðast-
nefnda bregður einnig fyrir í Mýrasýslu.
Frá Vestur-Barðastrandarsýslu og allt austur í Eyjafjörð er hins-
vegar mun meira um dýrðir, því að fyrir utan kaffi, súkkulaði, með-
iæti og graut er nær sjálfsagt, að slátrað sé til töðugjaldanna og víða
gefið með í staupinu. 1 Húnavatnssýslum er einnig nokkuð getið um
útreiðar.
Svipað má reyndar segja um austurhluta landsins frá Þingeyjar-
sýslum og Múlasýslum til Skaftafellssýslna. Þó virðist íburðurinn
heldur minni en á Norðurlandi. Kann það að stafa af því, að menn
héldu enn allfast við slagann í Skaftafellssýslum og Múlasýslum, og
slægjufundirnir höfðu breiðst talsvert út í Þingeyjarsýslum. Vestfirð-
ingar hafa hinsvegar haldið ríflega bæði til töðugjalda og slægna,
einsog sést á vísu, sem kvað eiga við Fell í Kollafirði, þótt einhver kjór
virðist undir í henni:
Flott er lifað á Felli,
firðar lögðu að velli
eina gráa gamalá,
átu hana upp úr skinni
í túnsláttarminni,
þó var enginn sæll að sjá.57)
1 Rangárvallasýslu og Árnessýslu er víða allmikið haft við, bæði
í kaffibrauði, grautargerð, kjöti og brennivíni, en þar virðist þó
efnahagur skipta öllu meira máli en á Norðurlandi. Um hugarfarið
nyrðra vitnar trúlega þessi vísa eftir einn með fátækari bændum í
Öxnadal kringum 1920, Emil Petersen: