Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 118
TÖÐUGJÖLD OG SLÁTTULOK
123
Vil ég halda veislu hér,
verma kaldan bæinn.
Því skal tjalda til sem er
töðugjalda daginn.58)
Samantekt
Slagagjöld í sláttarlok virðast hafa þekkst á Islandi frá öndverðu.
Á seinni hluta 19. aldar er greinilega farið að draga úr þeim víða um
land, og á stórum svæðum eru þau óþekkt með öllu. Lengst haldast
þau við í Skaftafellssýslum, en að auki í Múlasýslum og á Vestfjörð-
um; annars ekki nema á stöku stað. Þingeysku slægjufundirnir eru
kapítuli fyrir sig.
Töðugjöld koma líklega fyrst til sögunnar um 1800, eftir að tún-
rækt hefst í tengslum við jarðræktarlögin frá 1776. Siðurinn breiðist
síðan út um allt land á 19. öld, en nokkuð er mismikið borið í veisl-
una. Hann er enn algengur á fyrsta þriðjungi 20. aldar. Ókannað er
hinsvegar, hversu útbreiddur hann er nú á dögum, eftir að vélvæð-
ingin varð allsráðandi í landbúnaðinum.
Þess skal getið að í grein þessari era orðréttar tilvitnanir í handrit og prentuð
fornrit hafðar með nútímastafsetningu. Hinsvegar er stafsetning á öðrum
prentuðum bókum látin halda sér, þar sem ætla má, að höfundar hafi sjálfir
haft hönd í bagga.
Þá vil ég þakka nemendum mínum í þjóðháttafræði fyrir úivinnslu á svörum
við spurningaskrám þjóðháttadeildar, sem gerð var vorið 1978. Þau voru Brynja
Dís Valsdóttir, Guðmundur Rúnar Guðmundsson, Guðni Halldórsson, Hildur
Hci-móðsdóttir, Jón Már Héðinsson, Kristinn Sigurjónsson, Sigriður Sigurðar-
dóttir, Sigrún Guðmundsdóttir og Svala Jónsdóttir.
Tilvísanir
1) Flateyjarbók II, Reykjavík 1945, bls. 455—56. Sbr. Den store saga om
Olav den hellige, Oslo 1930—41, bls. 822.
2) Editiones Arnamagnæanæ. Series A, vol. 5. Membrana Regia Deperdita,
Kobenhavn 1960, bls. 154. Sbr. Islensk fornrit VI, bls. 262 nm.
3) Fóstbræðra saga, Kþbenhavn 1822, bls. 201.
4) Ólafs saga hins helga, Christiania 1849, bls. 67.
5) Rit Rímnafélagsins IX. Stakar rímur frá 16., 17., 18., og 19. öld, Reykja-
vík 1960, bls 67.
6) Lbs. 450, 8vo, bls. 198.
7) Vice-Lavmand Eggert Olafsens og Land-Physici Biarne Povelsens Reise
igiennem Island, Sorpe 1772, bls. 25.