Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Side 122
HIN FORNA SLÓÐ
127
voru g-ötutroðningar í grasbakkanum og í þeirri stefnu vestur í hraun-
brúnina, vestan við ána, fann ég sams konar veg og á sandinum".
Vafalaust er það rétt sem Hannes taldi, að þessi vegur væri mjög
gamall. Á grónu landi voru hinar fornu ferðamannagötur oftast
dreifðar yfir allbreitt svæði en hraunin þvinguðu þær saman í mjóa
rás, og þar varð að kasta grjóti úr götu en slík vegagerð hefur verið
viðhöfð í Vestur-Skaftafellssýslu langt inn á þessa öld og stóðu ferða-
mennirnir sjálfir að því, sbr. t.d. lýsingu Þórarins Helgasonar ,,Eld-
hraunið tínt“, í bókinni um Lárus á Klaustri (Rvík 1957). Á þessum
stað í Rauðabergshrauni er vegurinn mjög greinilegur á tiltölulega
sléttu, hálfgrónu hrauni. Þarna virðist vera um að ræða undanhlaup
undan aðalhrauninu, sem myndar all-háa og tiltölulega bratta brún
lítið eitt vestar.
Hér virðist þá vera ágætt dæmi um venjulega hestagötu, sem orðin
er niðurgrafin í urðarkennt hraunið fyrir áhrif þúsunda hestafóta,
sem þarna hafa farið um öldum saman. Lausagrjótið hefur svo
verið tínt úr götunni og því kastað til beggja hliða, þannig að það
myndar nú ávala grjótröð, sína til hvorrar handar við götuna. Milli
þeirra er víðast um 4 m bil en gatan sjálf er víðast ekki nema um
30—50 sm, enda er breidd hennar mörkuð af sporum hestanna. Þarna
er því ekki um að ræða veg sem lagður var í eitt skipti fyrir öll, heldur
götu sem þróast hefur í aldanna rás fyrir aðgerðir manna og dýra,
bundnar þeirri venju að ganga jafnan sömu götu. Þegar vestur fyrir
hábrún hraunsins kemur hverfur gatan. Þar eru fornir aurar sem
Krossá, og vestar Djúpá, hafa borið út á Rauðabergshraun. Þegar
nýi vegurinn var lagður var þarna tekið mikið efni. Hafi gatan verið
sýnileg á þeim aurum þá er hún nú horfin fyrir fullt og allt. Út frá
því sem nú er sýnilegt á þessum stað verður því ekkert í það ráðið
hvar hinn forni Djúpárbakka-bær hafi staðið. Einhvers staðar þarna
meðfram fjöllunum hlaut hin foma ferðamannaleið að liggja alveg
eins og okkar nútíma akvegir.