Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Side 123
LAXFIT VIÐ GRÍMSÁ
I Egilssögu er sagt frá hressilegum bardaga á Laxfit við Grímsá í Borgar-
firði. Sigurður Nordal segir í útgáfu sinni af sögunni að ekki sé nú vitað hvar
Laxfit var (fsl. fornrit II, Rvk 1933, bls. 100). Hann hafði þó alltaf löngun
til að ákvarða þennan stað og 13. júlí 1965 fórum við upp að Grímsá í þessu
skyni. Þar beið okkar Daníel Fjeldsted læknir og hann sýndi okkur stað þann
við ána sem hann taldi að væri hin forna Laxfit. Þetta eru grasi grónar
grundir, nú í Þingneslandi, en Daníel taldi að þær hefðu áður verið í Varma-
lækjarlandi. Fitin eða grundirnar eru við neðsta veiðistaðinn í Grímsá, svonefnda
Hólmavaðskvörn. Daníel læknir sagði að þetta væri gamall ádráttarstaður, og
trúlegt að þeir frá Heggsstöðum og Varmalæk hefðu barist um veiðina, enda væri
þetta eini staðurinn við ána sem hægt væri að kalla fit. Allt var þetta sennilegt.
Hinn 23. jan. 1967 skrifaði Björn J. Blöndal rithöfundur Sigurði Nordal bréf
viðvíkjandi þessu sama örnefni og hvar verið hefði. Þar stendur að Guðjón Ei-
riksson hefði skrifað örnefni eftir börnum Hjálms gamla (í Þingnesi), en sum
þeirra voru stórfróð, eins og til dæmis Anna, sem Þorsteinn í Bæ sagði þetta
um: „ Hún Anna er heilt kóngsríki að visku.“ Hún kenndi Þorsteini að spá í spil
og kaffikorg. Greinargerð Björns til Sigurðar er annars á þessa leið:
„Rétt fyrir neðan Hestslandbrot er Hólmavað á Grímsá. Þar rennur hún
í tveim meginkvíslum, hinni syðri og hlinni nyrðri. Þessar kvíslar mætast í
Hólmavaðskvörn. Hún var til forna í landi Heggsstaða að hálfu. En þarna er
nú land Hvítárvaila sunnan árinnar. Þingnes á land að norðanverðu eins og að
fornu.
Laxfit, sem nefnd er í Egilssögu, er á móti Hólmavaðskvörn. í Þingneslandi.
Margir telja þó Hólmavaðskvarnirnar tvær, og tvö eru klapparnefin sem skaga
Hvítárvallamegin út í ána. Efri takmörk Laxfitar eru á móti efra nefinu eða
þar um bil.
Örnefni þetta hefur geymst í Þingnesi meðal annarra örnefna. Nú munu aðeins
fáir menn á lífi sem vita hvar Laxfit er. Þess vegna skal ég skýra frá hvaðan
ég hef heimild um þetta. Ég hafði lengi vitað að Laxfit var í Þingneslandi.
Þegar ég haustið 1965 flutti erindi í útvarpið um Grímsá, langaði mig til að
gera tilraun til að bjarga þessu forna örnefni frá gleymsku. Á Árbakka, sem
er nýbýli úr Þingneslandi, frétti cg að Guðjón Eiríksson, áður kennari á Hvítár-
bakka, hefði skráð örnefni í Þingneslandi. Guðjón er gamall vinur minn. Þegar
til Reykjavíkur kom hringdi ég til Guðjóns og spurði eftir Laxfit. Hann svaraði:
„Kvöldið sem við veiddum saman í Hólmavaðskvörn stóðst þú á Laxfit.“
Guðjón vissi vel að mér mundi minnisstætt hvar ég stóð þetta eftirminnilega
kvöld. Þar tel ég aðeins geta munað fetum en ekki föðmum.“
Þetta voru orð Björns J. Blöndal. Eftir því sem best verður séð ber þeim sam-
an um Laxfit, þessum tveimur góðu Borgfirðingum, Daníel Fjeldsted og honum.
K. E.