Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Síða 126
ÓDÁÐAHRAUNSVEGUR HINN FORNI
131
Sig’urgeiri og Geirfinni fyrir þeirra ábendingar í sambandi við frá-
gang og framsetningu þessarar greinar.
Heimildir um fer'öir yfir ÓdáSahraun
I Hraínkels sögu Freysgoða er getið um leið yfir Ódáðahraun milli
Möðrudals og Krókdals, en ráða má af sögunni, að leið þessi hafi ekki
verið almannavegur í þann tíð (íslenzk fornrit XI, 1950, bls. 109).
Ljósvetningasaga minnist og á leið um Ódáðahraun sunnan byggða,
en jafnframt er þar getið um almannaveg frá Jökulsá á Fjöllum
og á Vaðlaþing (Islenzk fornrit X, 1940, bls. 132). Af 16. aldar
gögnum má ráða, að þá hafi legið kunn leið yfir Ódáðahraun ofan
byggða milli Kiðagils og Möðrudals, m.a. fór Gissur biskup Einars-
son hana, er hann vísiteraði Austurland árið 1544. Einnig má telja
fullvíst, að Oddur Einarsson, sem biskup var í Skálholti 1589—1630,
hafi farið nokkrar ferðir yfir Ódáðahraun (Ólafur Jónsson, 1945, bls.
196—]97), og síðar sonur hans Gísli, sem biskup var á árunum
1632—1638 (Einar Sæmundsen, 1950, bls. 232). Ekkert bendir hins
vegar ti) þess, að eftirmenn Gísla hafi farið yfir Ódáðahraun, er þeir
vísiteruðu Austurland (Einar Sæmundsen, 1950, bls. 241—244). Sá
er síðastur fór um Ódáðahraun, að því að talið er, var Bjarni Odds-
son sýslumaður í Vopnafirði, árið 1636 (Ólafur Jónsson, 1945, bls.
198).
Aldrei hvarf leiðin úr huga þjóðarinnar
1 Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar 1752—1757
er minnst á leiðir um hálendi íslands, og hvatt til þess að þær verði
teknar í notkun á ný (Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson, 1975, bls.
88).
Á seinni hluta 18. aldar vaknar áhugi hjá ráðamönnum þjóðar-
innar að finna týndar leiðir um hálendi Islands. Varð það m. a.
til þess fyrir tilstilli Stefáns amtmanns á Möðruvöllum, að Bjami
hreppstj óri Jónsson á Draflastöðum í Fnjóskadal var fenginn til að
leita hinnar gömlu leiðar yfir Ódáðahraun (Einar Sæmundsen, 1950,
bls. 174—198). I skýrslu, sem Bjarni skrifaði um leitina kemur fram,
að hann finnur nokkrar vörður, en erfitt er að átta sig nákvæmlega
á staðsetningu þeirra.
Árið 1884 ferðaðist Þorvaldur Thoroddsen um Ódáðahraun og rakst
þá m.a. á vörðubrot öðru hverju á leiðinni frá Jökulsá nálægt Ferju-