Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 137
142
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
10. mynd. Botnatótt er mikiö mannvirki og vart á færi annarra en stórhöfð-
ingja aö reisa sliJct. — Mæling og teikning: Jón Sigurgeirsson
gangi svona stórt mannvirki þjónaði. Ein skýringin er sú, að hér
hafi verið um sel að ræða frá Svartárkoti. En til er önnur skýring,
sem vörðuleit.arfólk hallast að. Hún er sú, að hér sé um sæluhús að
ræða. Rúst þessi er við hina vörðuðu leið og er það stór, að varla
mun það á færi annarra en höfðingja að reisa slíkt hús. I Ferða-
bók Eggerts og Bjarna er þess getið, að ein af meginástæðunum fyrir
því að ferðir um hálendið lögðust af hafi verið sú ,,að hi,n svonefndu
sæluhús og aðrar nytsamar ráðstafanir, sem hnigu að því að halda
fjallvegunum við, eru nú niður lagðar" (Eggert Ólafsson og Bjarni
Pálsson, 1975, bls. 88). Mjög mikilvæg sönnun fengist fyrir þessari
kenningu, ef hægt væri að aldursgreina tóftina. Fyrst var byggt í
Svartárkoti árið 1670 (Byggðir og bú, 1963, bls. 347), og reynist
Botnatóft eldri þarf vart meiri vitna við.
I Suðurárhrauni efst í Suðurárbotnum hafa fundist fjórar réttir
eða aðhöld, og eru þau frá 2—3 m í þvermál og upp í 15—20 m. Eru
aðhöld þessi reist uppi á hraunkömbum. Á melunum norðvestur af
Fremstafeili, við þá vörðuðu leið, sem virðist liggja í Mývatnssveit,
(sjá bls. 140) hefur einnig fundist aðhald svipað þeim í Suðurár-
hrauni. Ekkert er vitað um tilurð þessara aðhalda.
Gegnt norðanverðu Ferjufjalli, við Jökulsá að austan, er rúst ein