Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 138
ODAÐAHRAUNSVEGUR HINN FORNI
143
BÚRFÉELSHRÁ'OT
Mnt-, r
MYVÁTjt^
0 tn i
’/’Ml
4*vflr
C- Vr.Ltf&n'tú
// ^ ffyLjáuÁfj
/írsttvu **
^‘^KrökTm-'Wir.Uu i
MyUróll
íirulvi
YÚor.B
VJfuljkt
‘Wf ilutv.'/JV.fJ*
Kort 2: Kortið sýnir austurhluta biskupaleiðarinnar og varðaða leið, sem
fundist hefur nokkru norðar. Virðist sú leið hafa legið frá Ferjufjalli og í
Mývatnssveit. Gxti liér verið að rœða almannaveg þann, sem getið er um í
Ljósvetningasögu. — Birt með leyfi Landmedinga íslands.
mikil og nokkur vörðubrot hjá. Virðist rúst þessi vera einskonar
aðhald, og að öllum líkindum í sambandi við ferjuhald. Ekki er þó
víst, að hún tengist ferjuhaldi til forna, því ferjað var á þessum
slóðum yfir Jökulsá eftir að ferðir yfir Ódáðahraun lögðust af.
Á Heilagsdal talsvert norðan við stað þann, er hin varðaða leið
kemur að Bláfjallshölum hefur lengi verið vitað um ummerki eftir tvö
hringlaga tjöld, auk þess sem margar reiðgötur liggja eftir dalnum
endilöngum. Tjaldhringir þessir eru nálega 20 m2 hvor um sig, og
hafa því tjöldin getað hýst margmenni. Erfitt er að átta sig á
aldri þeirra, en e.t.v. gæti lögun þeirra gefið einhverja vísbendingu.
Má í því sambandi nefna, að í Ferðabók Ilendersons, en hún er rituð
um dvöl hans hér á landi árin 1814—1815, er íslensku tjaldi lýst og
er það ferkantað (Ebenezer Henderson, 1957, bls. 19—20). Ýmsir
hafa viljað tengja tjaldhringi þessa þeim tímum, er brennisteinn var
fluttur frá Fremri námum. Stærð tjaldanna og fjarlægð frá nám-
unum benda þó ekki til þess.