Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Qupperneq 149
HÁKON GAMLI OG SKÚLI HERTOGl í FLATEYJARBÓK
158
um vanga. Þetta skarband var í upphafi gildasta röksemdin fyrir
því að umrædd brot væru úr legsteini Skúla hertoga, en síðar hafa
fleiri röksemdir komið fram. Skúli var annar tveggja manna, sem
hafa borið hertoganafn í Noregi, en hinn var Hákon háleggur Magn-
ússon. Á einni mynt sem Hákon hertogi hefur látið slá áður en hann
varð konungur (1299) er vangamynd af honum með skarband sett
rósum á höfði, og sama einkenni er á tveimur höggmyndum af honum
sem hertoga. Bæði á myntinni og á höggmyndunum eru rósirnar
reyndar fleiri (og á höggmyndunum stærri) en á skarbandi Skúla her-
toga á legsteininum í Þrándheimi og á lýsingunni í Flateyjarbók, en
skarbönd sett rósum eru kunn sem sérkenni hertoga víðar um lönd.7 8
Merki Skúla hertoga er því miður sýnt með útlínum einum á mynd-
inni í Flateyjarbók. Skýring á því er trúlega sú, að bein eða óbein
fyrirmynd hefur ekki verið sögustafur í Hákonar sögu heldur upp-
hafsstafur í Hirðskrárhandriti ellegar mynd í teiknibók. 1 hvorugu
tilvikinu hefði verið við bæfi að sýna merki tiltekins hertoga, og
Magnús prestur Þórhallsson, sem lýsti Flateyjarbók hálfri annarri
öld eftir fall Skúla hertoga (1240), hefur verið ófróður um það
hvernig merki hans leit út.s
7 Bernt C. Lange, ’Hertug Skules gravsten’, Foreningen til norske fortidsvninnes-
merkers bevaring, Árbok 1973 (Ósló 1974), 99—106. — Torgeir Suul, ’Hertug
Skule og klosterkirken pá Rein,’ FNFB Árbok 1975 (Ósló 1976), 55—60 —
Oddvar Gr0nli, ’lnnskrifta pá Skule--steinen,’ FNFB Árbok 1975, 61-—62. —
Legsteinsmyndina af liöfði Skúla má einnig sjá í bókinni Snorri — átta alda
minning (Rv. 1979), 82.
8 Þegar greinarkorn þetta háfði verið fest á blað um veturnætur 1979, var
verið að prenta síðari bindi norskra þýðinga á konungasögum, sem voru
gefnar út vegna 800 ára afmælis Snorra Sturlusonar. Ég sendi því Hallvard
Mageröy, prófessor í Ósló, greinina, og spurði hann hvort Flateyjarbókarmynd-
in fylgdi ekki Hákonar sögu í þýðingunum, og ef svo væri, hvernig hún væri
skýrð. I svarbrófi dags. 9. nóv. 1979 sagði Mageröy að myndinni væri ætlað-
ur staður framan við Hákonar sögu og Finn Hodnebp hefði komist að því
að hún ætti að fyrirstilla Hákon og Skúla. í myndatexta bókmálsþýðingar-
innar, sem þá var frá gengið, er því talað um „en tegning som visstnok fore-
stiller kong Hákon og hertug Skule“ (Norges kongesagaer 4 (ósló 1979), 20)
og í nýnorskuþýðinguna setti Mageröy í samræmi við grein mína: „ ... visst>
nok bilete av ein konge som utnemner ein mann til hertug og gjev han sverd
og stridsmerke (fane)“ (Noregs kongesoger 4 (Ósló 1979), 20).