Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 153
TVEIR RÓSADIR RIÐSPRANGSDÚKAR
157
2. mynd b. Miðhluti riðsprnngslengjunnar á 1. mynd. Ljósm.: Gísli Gestsson. —
Centre of NMI 898, as shown in Figure 1.
þessi lengja er vel gjörð og á að vera Islenzkt verk; hún er frá
gömlu fólki vestan úr Laxárdal í Dölum.0
Lengja þessi er mest 112 cm að lengd. en mesta breidd er 23,5 cm.
Grunnurinn er úr rauðu (fremur lifrauðu) neti hnýttu úr s-tvinnuðu
silki, snúrusilki, með 3 möskvum á cm á hvorn veg. Isaumurinn er að
mestu úr snúðlausu silki, flokksilki. Er netið ófaldað og afklippt á
báðum langhliðum og á skammhlið öðrum megin; á skammhlið
hinum megin er það einnig afklippt en faldað (1. mynd). Faldurinn
er tvíbrotinn, einn möskvi í hvoru broti, en á um 16 cm bili hefur
hann, ásamt nokkrum möskvum hér og þar, rifnað frá lengjunni (1.
mynd). Lagt er niður við hann með nú ljósmóleitum s-tvinnuðum
hörþræði, en smáspottar af bláu s-tvinnuðu língarni, trúlega saum-
garni, eru á fimm stöðum, á og í faldinum (1. mynd t.h.) og á
þremur stöðum á langhliðinni, þeirri er upp snýr á 1. mynd.
Isaumssilkið er víða upplitað, en helst virðist mega greina sjö liti:
blátt, 1 jósblátt (nú ljósmóleitt á rétthverfu), gult, grænt (nú ljós-